Laumuíbúar og fleiri glæpamenn

Loksins hefur lögreglan haft manndóm í sér til að auglýsa eftir meintum erlendum afbrotamanni. Um er að ræða einn þeirra átta eða tólf sem réðust á landa sína í Breiðholtinu um páskana. Samkvæmt fréttum í morgun er maðurinn enn ófundinn.

Það er sjálfsagt að bera í bakkafullan lækinn að skrifa meira um þetta erlenda glæpahyski sem tröllríður nú öllu hér á landi en alltaf vindur þetta uppá sig. Talið er að nokkrir útlendingar hafi skráð sig til heimilis í Garðabæ, án nokkurrar heimildar. Vitað er um að minnsta kosti eitt staðfest tilfelli. Aðeins þetta segir mér að refsing  við því að skrá lögheimili sitt viljandi á rangan stað er nánast engin. Segir þetta okkur ekki eitthvað um íslenska embættismannakerfið?

Og afbrotin vinda upp á sig. Í gær voru tveir menn handteknir á leið úr landi með nokkrar milljónir sem þeir höfðu náð ólöglega út úr íslenskum hraðbönkum og tvær kínverskar konur voru handteknar við komuna til landsins með fölsuð vegabréf. Getur verið að við séum að gefa erlendum glæpamönnum einhver skilaboð um að hérna sé gósenland glæpamanna? Því eitt er víst að þetta eru ekki heiðarlegir einstaklingar sem ég er að skrifa um.

Ég hef áður minnst á að þeir sem eru teknir hérna og dæmdir til refsingar eigi að fara strax úr landi. Sem betur fer held ég að þessari skoðun vaxi fiskur um hrygg og hefur dómsmálaráðherra viðrað þessa skoðun og í Mbl. í dag fjallar einn þingmaður N-Austurkjördæmisins meðal annars um þetta.

Á sama tíma og sú rotnum sem óneitanlega fylgir þessum glæpagengjum grasserar í landinu eyðum við meira fé í að búa til störf sem eiga að auðvelda fólki að setjast að á Íslandi, búa til fjölmenningalegt samfélag heitir það víst á fínu máli.

En er málið ekki ósköp einfalt, þetta fólk hefur fæst áhuga á að aðlagast samfélaginu eða íslenskri menningu og lifir í sinni eigin menningu eða ómenningu, sem það flytur með sér til landsins. Hér á við eins og alltaf að það er misjafn auður í mörgu fé, það sáum við og heyrðum á páskunum þegar atburðirnir í Breiðholti áttu sér stað.

Þar sem við erum nánast eingöngu að fá þessa óvelkomnu "gesti" frá A-Evrópu og lengra að komna, þá er þess sennilega langt að bíða að verlsunareigendur í Kringlunni, við Laugarveginn eða í Smáralind, bjóði viðskiptavinum sínum 15% afslátt ef þeir tala með erlendum hreim, en það gera verslunareigendur í New-York!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Innlitskvitt, áhugaverður pistill,   mann setur hljóðan  yfir þessari "vanþróun". Með beztu kveðju.

bumba (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband