28.3.2008 | 19:59
Kleinuhringja kallarnir
Fréttir um upplausn í löggæslu- og tollvarðamálum á Suðurnesjum tröllríður nú öllum fréttatímum. Allt Birni Bjarnasyni að kenna, sem nú spókar sig á suðurhveli jarðar til að koma af stað byggingu nýs varðskips. Sýndar eru myndir frá fundahöldum tollvarða og kemst ekki nokkur maður hjá því að sjá að offita hrjáir flesta þeirra. Og þetta á líka við um fjöldann af þeim lögreglumönnum sem koma fyrir í sjónvarpi. Getur verið að það sé kleinuhringja át sem gerir þá svona í laginu, eða gerir sjónvarpið mitt alla kalla í einkennisbúningum litla og feita?Allavega feita.
Seðlabankastjóri talaði eins og véfrétt eða öllu heldur veðurfréttamaður á aðalfundi Seðlabankans í dag.Það var ýmist þýða eða kólnandi í tali hans og tókuð þið eftir; ekkert af því sem hann talaði um er ríkisstjórninni eða Seðlabankanum að kenna, nei það eru einhverjir óprúttnir náungar sem eru að reyna að kollsteypa íslensku hagkerfi. Getur verið að þeir sé frá Austur-Evrópu?
Það er hundleiðinlegt veður. Var að vona að ég færi til Akureyrar í dag en svo varð ekki. Stefni að því að komast norður sem fyrst, það þarf ekki endilega að vera helgi. Veistu um ferð?
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elma þú ert nú greinilegri en það að þú farir að ímynda þér að Davíð fari að kenna seðlabankanum sínum eða ríkisstjórninni sinni um þennan vandræðagang. Svo eru það þessir tollarar þarna á Suðurnesjunum. Eru þeir ekki bara svona feitir eftir að hafa étið smyglað amerískt hormónakjöt? - Svona Simpsonvaxtarlag. En Bangsi dáti hlustar náttúrlega ekkert á þá. Hann er í Suður-Ameríku að taka "fyrstu skóflustunguna" að varðskipinu. Það er jafn gáfulegt og að leggja kjöl að því, kannski þetta sé seglskip? - Það verður þá hægt að kjöldraga Bangsa dáta þarna. - Farðu bara með rútunni norður, það er fínn skottúr, prófaði það um daginn. - Kveðja austur.
Haraldur Bjarnason, 28.3.2008 kl. 20:34
Sæll vinur gaman að heyra frá þér. Já það er rétt að ég er greinilegri en það að ég fari að halda að eitthvað sé Davíð. Skrítið að við skulum ekki vera meira áberandi í allri umræðu um þjóðfélagsmál, við sem höfum staðið í fréttavafstri svo lengi.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 28.3.2008 kl. 22:20
Ég er endalaust að blogga einhverja steypu! -
Haraldur Bjarnason, 28.3.2008 kl. 22:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.