Ef við værum...

Rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich hefur keypt stærsta bor í heimi og hefur það leitt af sér sögusagnir um að hann ætli sér að grafa göng milli Rússlands og Bandaríkjanna. Þetta yrðu eitthvað um 90 km. löng göng en það er vegalengdin á milli Chukotka í Síberíu og Alaska.

Ímyndunarafl mitt á sér lítil takmörk ef svo ber undir og við lesturinn datt mér í hug þegar ég fyrir mörgum árum var með 1. apríl gabb í blaðinu sem ég ritstýrði, um nýtt flugfélag sem myndi þjóna Norðfirðingum, hafa aðstöðu á Norðfjarðarflugvelli, yrði í góðu samstarfi við Færeyinga og yrði styrkt af Aroflot. Þessu til sönnunar hafði ég mynd af þáverandi ferðamálastjóra og bæjarstjóra fyrir framan skrifstofur Aeroflots í Amsterdam.

Þetta var þegar við vorum og hétum Nobbarar og vorum stolt af því að búa í Litlu Moskvu. Og ef við værum ennþá eins sjálfstæðir Nobbarar og við vorum, hittum bæjarstjórann okkar daglega og réðum sjálf yfir Síldarvinnslunni, væri ekki svo vitlaust að leita til Romans eiganda Chelsea og fara fram á að hann liti nú til með okkur “samlöndum” hans. Ef hann léði máls á tillögum okkar um samgöngubætur þá gætum við farið að hugsa til sameiningar við nærliggjandi byggðarlög. Við gætu, svo í leiðinni athugað hvort við gætum ekki fengið nokkra miða á leiki Chelsea og aðgang að sömu stúku og forstjórar íslensku fjármálafyrirtækjanna hafa.

 Í Mogganum í dag er stórkostleg auglýsing. Hún er ekki um kjötborðið í Nóatúni, sólarlandaferðir eða júróprís. Nei hún er frá vinum Hannesar Hólmsteins og farið er fram á að gefa honum “venjulega launamanninum” litlar rúmar þrjár milljónir til að greiða sektina sem hann fékk vegna ritstulds, en það kemur ekki fram í auglýsingunni. Og áfram segir í auglýsingunni; “Við eigum honum öll mikið að þakka fyrir að hafa verið óþreytandi við að mæta þeim öflum sem vilja takmarka einstaklingsfrelsi á Íslandi. Nú er að honum sótt Hann er bara venjulegur launamaður og hefur ekki mikil fjárráð til að mæta árásum þeirra sem vilja takmarka málfrelsi hans, meðal annars með háum fjárkröfum fyrir dómstólum.

Íslenskur auðmaður sækir að honum erlendis og reynir að brjóta hann niður fjárhagslega”.

 

Þetta er sú mesta lágkúra sem sést hefur í auglýsingu og það á prenti. Að mínu mati segir þetta meira um persónuna sem á að styrkja, en allar hans stolnu setningar um Nóbelsskáldið. Að hann skuli samþykkja þatta!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

"Þetta var þegar við vorum og hétum Nobbarar og vorum stolt af því að búa í Litlu Moskvu."

eina sem ég myndi breyta er þetta "var" - ég viðurkenni ekki fjarðabyggð, hún er bara tímabundið dæmi sem verður blásið af fljótlega, heheh

annars er ég sammála, þessi auglýsing hljómar hreint ótrúlega (ég hef ekki séð hana og trúi þessu því varla) HHG þarf að átta sig á því að fólk uppsker einsog það sáir, líka hann!

halkatla, 29.3.2008 kl. 16:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband