Úti er alltaf að snjóa...

Drottinn minn hvað það er vetrarlegt úti. Þó að það sé ennþá mars þá er þetta fullmikið. Fjallvegir ófærir og nú eru fjölmiðlar búnir að færa Fróðárheiði austur, nóg var nú samt.

Fór á aðalfundi Félags eldri borgara á Norðfirði í gær. Við vorum þarna þrjár bekkjar- og fermingarsysturnar og vorum langyngstar á fundinum, sem var mjög fjölmennur. Það hefur verið mikill kraftur í þessu félagi frá því að það var stofnað og margir unnið þar fórnfúst starf, en það má ýmsu breyta.

Fór svo í gærkveldi að spila Bridge hjá Ínu og Lunda, var makker Vigga og gengur okkur ágætlega að spila saman þó við höfum ekki gert það oft. Þetta var hið skemmtilegasta kvöld, frábærar veitingar í leikhléi, eins og alltaf hjá þeim hjónum. Ætla kannski með Vigga að spila á Reyðarfirði á þriðjudaginn.

Las á vefnum í morgun að útgáfurétturinn að þáttunum af Nonna og Manna sem RÚV keypti á sínum tíma sé týndur. Þetta er auðvitað hreinasta skömm. Ég hef lengi beðið eftir endursýningu á þessum þáttum því það er mín skoðun að þetta sé eitt besta efni sem sjónvarpið hefur framleitt. Ekki veit ég hvað oft spólunum með Nonna og Manna hefur verið stungið í tækið hér, en það er oft. Enda var það svo að þegar fram liðu stundir þá var ekki byrjað á upphafinu heldur þegar ísbirnirnir réðust á bæinn að Skipalóni.

 Færeyska rás 2 hljómar í tölvunni, þar er alltaf leikin Godspel tónlist á sunnudagsmorgnum og svo er Ynskilötan eftir hádegi!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Úrsúla Manda

Já þetta er sko enginn eðlilegur snjór! En hann kemur mér í jólaskap svo ég er alveg kát  Nonni og Manni voru æðislegir... mig langar að sjá þá aftur. Þeir hafa örugglega elst vel.

Úrsúla Manda , 30.3.2008 kl. 15:33

2 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Jólaskap - í mars, þú ert ekki normal! Ég á ennþá spólurnar, en þær eru hjá JFJ, held að hann bíði þess að Jóhann Nökkvi getir horft á þær! Ekkert mál að hafa þær með heim næst þegar ég fer suður.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 30.3.2008 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband