31.3.2008 | 13:19
Blak var það heillin
Þróttarliðið var svo sannarlega í sviðsljósinu á uppskeruhátíð Blaksambandsins á laugardaginn. Þannig var kjörið:
Lið ársins var valið en þar er samblanda af kjöri og stigaskori. Stigaskor er talið í sókn, hávörn og uppgjöf en kjörseðlar eru fyrir besta frelsingjann, móttökumanninn og uppspilarann. Einnig var þjálfari ársins útnefndur í hvorum flokki ásamt dómara ársins. Lið ársins í 1. deild kvenna
Stigahæst í uppgjöf: Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir, Þrótti Nes með 30 stig.
Uppspilari ársins: Kristín Salín Þórhallsdóttir, Þrótti Nes
Stigahæst í hávörn: Erla Rán Eiríksdóttir, Þrótti Nes með 32 stig.
Stigahæsti sóknarmaður: Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir, Þrótti Nes með 131 stig.
Best í móttöku: Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir, Þrótti Nes
Besti frelsinginn: Þorbjörg Ólöf Jónsdóttir, Þrótti Nes
Þjálfari ársins: Apostol Apostolov, Þrótti Nes.
Stigahæsti leikmaður samtals var Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir Þrótti Nes með 174 stig.
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með flottan árangur norðfirksra blakkvenna. Hvernig er með karlkynið á Norðfirði, er blakáhuginn dottinn niður þar. - Hvað hlutverk hefur þessi frelsingi í blakinu Elma? - Ég held ég átti mig á móttökumanni og uppspilara en ekki frelsingja.
Haraldur Bjarnason, 31.3.2008 kl. 13:24
Takk fyrir hamingjuóskirnar. Frelsingi (libero) má aðeins leika á aftari helming vallarins. Hann getur skipt inn á hvenær sem er og tekur þá stöðu þess sem hann skiptir við, oftast er skipt við sama leikmanninn. Frelsinginn er ekki í eins búningum og aðrir liðsmenn. Kann ekki frekari skýringar. Það að Bobba skuli bæði hafa verið valin sem besti frelsinginn og besti móttakarinn segir líka talsvert um stöðu leikmannsins.
Karlarnir gáfust upp þegar settar voru á reglubundnar og strangar æfingar, eins og mfl. kvenna æfði og uppskar alla titila sem hægt var að vinna í mörg ár.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 31.3.2008 kl. 13:55
Hvurslags "kellingar" eru þessir karlar þarna?
Haraldur Bjarnason, 31.3.2008 kl. 14:07
Veit það ekki, þeir hafa alltaf sömu afsökunina - vinna! Eins og konurnar vinni ekki líka?
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 31.3.2008 kl. 14:14
Djö... var þetta flott hjá þeim. Eins og ég segi: Þær eru
( ein(n) er töffari tveir ( tvær ) hljóta þá að vera töffarar! )
Eysteinn Þór Kristinsson, 31.3.2008 kl. 21:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.