1.4.2008 | 11:02
1. apríl
Rosalega finnst mér fréttin um að Al Gore muni gista í snekkju fyrrverandi einræðisherra í Írak, Saddam Hussein, á meðan á dvöl hans á Íslandi stendur vera 1. aprílleg! Ekki síst fyrir það að almenningi er boðið að skoða snekkjuna á ákveðnum tíma í dag. Þetta er náttúrulega ekkert verra aprílgabb en hvað annað en leiðir hugann að flottasta aprílgabbi allra tíma þegar Vanadísin sigldi upp Ölfusá. Lýsingar Stefáns Jónssonar við þetta tækifæri voru frábærar.
Hér í bæ man ég auðvitað eftir forsíðugabbinu mínu í Austurlandi og auglýsingu sem blaðnefndin setti í blaðið um útsölu á hjólbörðum. Sú auglýsing tókst vel svo ekki sé meira sagt. En svo að svona gabb geti tekist vel er nauðsynlegt að hafa allmarga með í ráðum. Ég hafði, eins og ég hef áður sagt, þáverandi ferðamálastjóra og bæjarstjóra með í ráðum. Ég veit fyrir víst að það voru margir sem trúðu fréttinni og margir hugsuðu sem svo; eru nú Norðfirðingar loksins orðnir alveg vitlausir.
Mánaðarheitið apríl er komið frá Rómverjum en óvíst er hvað það merkir. Í aprílmánuði eru 30 dagar eins og júní, september og nóvember. Mánuðurinn hefst á þeim skemmtilega degi 1. apríl sem er alþjóðlegur gabbdagur. Hér á landi er orðin venja að fjölmiðlar reyni að gabba þjóðina og börn og fullorðnir gabbi sína nánustu. (úr sögu daganna) Mér finnst þó að það sé orðið minna um að fólk almennt sé með saklausa hrekki á þessum degi, kannski fellur hann bara í gleymsku eins og fleiri góðar og gegnar hefðir og má þar nefna Yngismeyjadaginn sem nú heitir sumardagurinn fyrsti þó langt sé frá að sumarið sé komið. Stelpurnar eiga þennan dag og eiga að renna hýru auga til piltanna og reyna að vekja athygli þeirra á sér.
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst það illa gert að plata fólk, geri það aldrei, skoðaðu bara bloggið mitt þá sannfæristu um þetta. Skamm Elma að vera að plata svona!
Haraldur Bjarnason, 1.4.2008 kl. 11:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.