3.4.2008 | 08:56
Hlaupandi þorskar
Víst veit ég að góðar fyrirsagnir selja meira en lélegar og jafnvel þó að þær séu út í hött þá les ég hvað er um að ræða. Frétt í mogganum í dag er þess eðlis að staldrað sé við. Hlaupandi þorskar? En svona er upphaf fréttarinnar. ÞAÐ hefur ekki komið svona hlaup hérna inn á Miðfjörðinn í fjöldamörg ár. Þetta er búið að vera þurrt hérna í innflóanum nánast í allan vetur. Svo hleypur þetta inn svona núna. Ætli það séu ekki 10 til 15 ár síðan svona mikið magn hljóp hérna inn. Þetta er hrygningarfiskur og þokkalega stór fiskur eins og alltaf þegar hann kemur hérna inn á vorin. Hann er því fljóttekinn, segir Eðvald Daníelsson, eigandi Neista HU frá Hvammstanga
Hef heyrt talað um fiskgöngur og fleira í þeim dúr en aldrei fyrr um hlaupandi þorska. Það sem mér finnst samt athyglisverðast í fréttinni að þarna er um fljóttekinn hrygningarfisk að ræða. Þetta fær mig til að hugsa hvort rétta væri að slátra rollunum rétt áður en þær bera?
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.