Við ættum að skammast okkar

Ég áleit sem svo að með 60/40 % reglunni við uppstillingu á framboðslista væri nokkuð tryggt að jafnræði yrði meðal kynjanna í nefndir og ráð á vegum sveitarfélagsins. Svo ég tali nú ekki um þegar kona var ráðin bæjarstjóri og kallast í dag bæjarstýra. En það er nú öðru nær. Niðurstaða hinnar íslensku Jafnréttisvogar sem kynnt var á málþingi sem Jafnréttisstofa hélt á KEA á Akureyri á miðvikudag lýgur ekki. Jafnréttisvogin er Evrópuverkefni sem stýrt var af Jafnréttisstofu hér á landi. Mælingar voru gerðar meðal aannars á kynjaskiptingu innan sveitarstjórna, í ráðum, nefndum og svo framvegis. Einnig var mæld kynjaskipting innan sveitarfélaga, dagvistunarúrræði og fleira.

Af sveitarfélögum á Austurlandi er það Vopnafjarðarhreppur sem kemur best út úr mælingunni en hreppurinn er í 17. sæti á landsvísu. Þá kemur Seyðifjarðarkaupstaður í 36. sæti og Fljótsdalshreppur í 39. sæti. Enn neðar á listanum má sjá Breiðdalshrepp í 50. sæti, Fljótsdalshérað í 51. sæti, Borgarfjarðarhrepp í 59. sæti, Djúpavogshrepp í 61. sæti og Fjarðabyggð í 72. sæti. Fyrir neðan Fjarðabyggð eru nokkur fámenn sveitarfélög en listinn telur alls 79 sveitafélög.
Þessi útkoma hlýtur að vera reiðarslag fyrir þá sem kenna sig við jafnaðarmennsku og fara fram undir þeim merkjum þegar valið er til sveitarstjórna. Mér er vitanlega útkoma Fjarðabyggðar efst í huga og varð fyrir miklum vonbrigðum þegar skýrslan var kynnt. Og mér finnst að ég hafi verið svikin og sennilega allir þeir kjósendur sem kenna sig við jafnrétti, ekki bara í orði, heldur og á borði. Mér finnst að stjórnendur Fjarðabyggðar ættu að skammast sín ef umrædd könnun er sönn og rétt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei Elma mín það gengur ekki að velja konur bara af því að þær eru konur.Sjáðu bara breytinguna á Norðfirði eftir að við fengum þessa blessaða stýru gjörsamlega allt staðnað.Má ég þá frekar biðja um karla  já bara karla á alla framboðslista.

Imba (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 00:04

2 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Sammála að það á ekki að velja konur af því að þær eru konur. Það á að velja hæfa einstaklinga sama af hvoru kyninu þeir eru. Við konur getum haft áhrif og athugaðu að bæjarstýran gerir bara það sem bæjarstjórnin samþykkir! Að auki er hún nokkurs konar verkstjóri. Ég hef alltaf sagt að eftir höfðinu dansa limirnir.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 13.4.2008 kl. 08:01

3 identicon

Og hvaða framboð hafði jafnaðarmennsku ofarlega á stefnuskrá sinni?  Jú, þetta er okkur Biðlistafólki svo sannarlega vonbrigði.

Björgvin Valur (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 10:51

4 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Það höfðu allir flokkar. Ég er fyrst og fremst að höfða til þeirra framboða sem höfðu jafnaðarmennsku að leiðarljósi. Var það ekki á stefnuskrá Biðlistans? Allir flokkar höfðu jafnrétti á sinni stefnuskrá. Það er enginn flokkue sem á fulltrúa í bæjarstjórn Fjarðabyggðar undanskilinn.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 13.4.2008 kl. 11:58

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Nú er ég að horfa á þetta úr fjarlægð......Imba segir að allt sé staðnað á Norðfirði.....afhverju?...ég trúi því ekki að það sé bæjarstjóra (stýru) að kenna, enda vinnur hún eftir samþykktum bæjarstjórnar, eins og Elma bendir á. - Hvað er það þá sem veldur stöðnun á Norðfirði?...heimafólk hlýtur að hafa einhver svör. - Hef heldur ekki trú á að kvenmannsleysið sé eitthvað flokksbundið.....- Vona að ferðin austur hafi gengið vel Elma.

Haraldur Bjarnason, 13.4.2008 kl. 15:41

6 identicon

Nefnið mér eitt dæmi sem hefur komið Norðfirðingum til góða eftir að við fengum þessa bæjarstjórastýru?En það var kraftur í henni að láta tæta niður slippinn sem er ein mesta hneisa sem gengið hefur yfir flesta Norðfirðinga.Það er verið að rembast við að flytja störf á þessi minni staði en á Norðfirði eru þau bara rifin niður.Til þín Haraldur stöðnunin sem ég nefndi er svipað og er að gerast á Egilsstöðum sem sagt ekkert að gerast.

Imba (IP-tala skráð) 13.4.2008 kl. 18:27

7 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Takk Halli, ferðin gekk vel. Var að vísu ekki eins fljót í förum og þú lýstir!

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 13.4.2008 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband