14.4.2008 | 11:12
Leiðinlegur vetur
Ég er víst ekki ein um það að finnast þessi vetur bæði langur og leiðinlegur. Þó hefur nú aðeins birt til í huga mér að undanförnu við það að fara suður og norður og eyða þar nokkrum góðum dögum án Guðnýjar! Það er ekki aðeins mér sem finnst komið nóg af snjó og vetri, mér finnst ansi margir vera sömu skoðunar. Apríl hefur oft verið betri en maí, þannig að enn getur vont versnað. Fyrir nokkrum árum spiluðum við golf á Grænanesvelli um páska, sem voru að vísu seinna en nú var. En það spáir hlýnandi.
Jóhannes vinur minn í Sandavogi er duglegur að halda úti heimasíðu. Daglega les ég síðuna hans sem flytur ekki aðeins fréttir frá Sandavogi, nei honum kemur allt við, enda mikill félagsmála- og stjórnmálamaður þó aðalstarf hans í dag sé kennsla í Giljanesskóla. Þetta er færslan frá því í gær:
Nógv fólk - bæði børn, foreldur, systkin. ommur og abbar vóru á Giljanesi til familjuhugnan, sum Sandavágs Ítróttarfelag hevði leygarmorgunin, tey hugnaðu og stuttleikaðu sær óført. Tiltakið var í samband við, at hondbóltskappingin er liðug.
Börn og foreldrar kunna vel að leika sér saman í Sandavogi. Á myndunum sem fylgja fréttinni þekki ég fjölmarga og yljar það mér um hjartarætur að sjá þessa vini mína. Þarna sá ég Eydnu formann SÍF, Belindu, Tóru og Johönnu í Horni, Andreu og Danjal Tomsen í handbolta og fleiri og fleiri. Rósa borgarstjóri í Sandavogi var þarna og það leiðir hugsann að því hvort bæjarstýran okkar hafi verið á leik Þróttar N og Þróttar R á laugardaginn. Einum mikilvægasta leik keppnistímabilsins. Ég vona að svo hafi verið. Færeyjavinir, kíkið endilega á heimasíðu Jóhannesar http://www.joanisnielsen.fo
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já þetta eru miklir orkuboltar vinir okkar í Sandavogi. Takk fyrir slóðina á síðu Jóhannesar. Frábær sigur í blakinu um helgina.
Áfram Þróttur!!
Eysteinn Þór Kristinsson, 14.4.2008 kl. 11:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.