Sammála fíkniefnadómnum í Færeyjum

„Harðir dómar í fíkniefnamálum eru ekki einsdæmi í litlum samfélögum sem þurfa sérstaka vernd fyrir fíkniefnum, “ segir Linda M. Hesselberg, saksóknari í Færeyjum.

Færeyska réttarkerfið hefur sætt gagnrýni frá Íslandi eftir dóm yfir Íslendingi í Færeyjarétti, og hafa leiknir og lærðir beinlínis talað niður til Færeyinga vegna þessa. Ég held að við Íslendingar getum lært nokkuð af þessum dómi og er ég þess fullviss að við værum ekki að berjast daglega við fíkniefnasala- og smyglara ef tekið hefði verið harðar á þeim. Einn lögfróður tók svo djúpt í árina að segja að Færeyingar væru áratugum á eftir okkur í dómsmálum. Ef svo er þá er það gott hvað þessi mál varðar.

Mér finnst það ekki vera til fyrirmyndar hvernig staðið er að fíkniefnadómum hér á landi, og blöskrar mér alveg þegar menn sem hafa reynt að smygla fíkniefnum fyrir miljónatugi fá stutta fangelsisvist.

Eitt af því sem gagnrýnt er varðandi dóminn í Færeyjum er löng einangrunarvist fangans. Nú er komið í ljós að íslenskir fjölmiðlar hafa ekki farið rétt með í þeim efnum. „ Það er misskilningur að færeyska lögreglan ástundi að stinga fólki sem á leið hjá í gæsluvarðhaldog fleygja lyklinum,“ segir Linda saksóknari.

Það er útbreidd skoðun að vist í fangelsum gerir afbrotamenn ekki að betri mönnum. En er þá ekki ráð að breyta því fyrirkomulagi sem er á. Hvað með aukna samfélagsþjónustu sem styttir refsitímann? Það fyrirkomulag myndi að sjálfsögðu krefjast fleiri starfsmanna en ef það er leið til árangurs er það vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband