15.4.2008 | 08:31
Fjölmennum á úrslitaleikinn!
Mér leið í gærkveldi eins og mér leið hér í íþróttahúsinu þegar Þróttur varð í fyrsta skipti Íslandsmeistari í blaki. Ég fylltist stolti og fögnuði þegar litla félagið í Hólminum vann Grindavík á ævintýralegan hátt í körfubolta og tryggði sér þar með leik um Íslandsmeistaratitilinn. Þó er Grindavík mitt uppáhaldsfélag í körfubolta, sem ég horfi nú ekki mikið á. En karakterinn sem Snæfellingar sýndu var óborganlegur.
Nú gefst mér og öðrum tækifæri til að upplifa þessa tilfinningu þegar Þróttarliðin mætast í þriðja sinn um Íslandsmeistaratitilinn í blaki kvenna, en Þróttur N tapaði í gær fyrir Þrótti R 3 1. Nú ríður á samstöðu og hvet ég alla austfirðinga og þó sérstaklega Norðfirðinga að mæta í íþróttahúsið í Neskaupstað annað kvöld og hvetja okkar lið til sigurs. Liðin hafa barist um þennan titil í fjögur ár í röð og nú er það jafnara en nokkru sinni. Bæði lið mættu vel stemmd í annann leikinn sem var mjög líflegur á að horfa og greinilegt að um var að ræða bestu kvennaliðin á landinu. Eitt er víst að Þróttur sigrar!
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Áfram Þróttur!
Eysteinn Þór Kristinsson, 15.4.2008 kl. 16:05
Til hamingju með sigurinn!!!!
Haraldur Bjarnason, 16.4.2008 kl. 22:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.