Hugsum málið konur

Stal þessu af bloggsíðu Hallgerðar Pétursdóttur frá Vestmanneyjum. Vissir þú.....

.... að ef gínur í búðum væru raunverulegar konur væru þær of grannar til þess að fá blæðingar?

.... að af 3 milljörðum kvenna í heiminum eru aðeins u.þ.b. 10 súpermódel?

.... að Marlyn Monroe notaði stærð 14 (ameríska, sem er sama og 44 í evrópu) og hafði alla karlmenn í vasanum án þess að nokkur kvartaði yfir kílóunum á henni?

....að ef Barbie væri alvöru kona væri hún svo vansköpuð að hún yrði að ganga á fjórum fótum?

.... að konur eru að meðaltali 65 kíló (ekki hávaxnar) og nota stærðir 12 til 14 (amerískar = 42-44 í evrópu)?

.... að ein af hverjum 4 konum á háskólaaldri þjáist af einhverskonar átröskun? .

... að fyrirsæturnar í glanstímaritum og sjónvarpi eru lagaðar til í tölvu eða fiffaðar með lýsingu og ljósmyndatrikkum?

.... að rannsóknir hafa sýnt að fimm mínútna lestur glanstímarita veldur þungu skapi, skömm og sektarkennd hjá um 70%kvenna

.... að fyrirsætur fyrir 20 árum voru 8% léttari en konur almennt?

.... að fyrirsætur í dag eru 23% léttari en konur almennt?  

Fegurð konunnar er ekki hægt að smækka niður í mælieiningar heldur felst hún í þeirri útgeislun sem ástin á sjálfri sér veitir hverri og einni.

Fegurð felst í þroska og góðri sjálfsímynd og fer einungis batnandi með árunum.

Spurningin er ekki um fatastærðir, kílóafjölda, hæð eða háralit, heldur er hún spurning um að læra að elska sjálfa sig frá toppi til táar.

Hjálpumst að við að ýta undir góða sjálfsímynd hvorrar annarrar. Við erum allar æði...........og ekki gleyma því!  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Óskarsson

Takk fyrir þetta.

En veistu hverjir stjórna þessum tískuheimi? 

Það eru þeir sem sækja í drengi.

Mæður alið dætur ykkar upp sem stúlkur og konur sem líta ekki niður á sjálfar sig! 

kær kveðja 

Snorri í Betel 

Snorri Óskarsson, 15.4.2008 kl. 13:37

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Halló halló, eru trúarpostularnir farnir að kommenta hjá þér Hulda mín? Það yrði nú fjör! Fullmiklir fordómar annars þarna á ferðinni hjá Snorra, því það getur varla verið algilt að þeir sem stjórni tískuheiminum vilji "DRENGI"! Eða hvað?

Edda Agnarsdóttir, 16.4.2008 kl. 20:25

3 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Já mikið var ég hissa. Hvað skoðun hans varðar um að tískuheimurinn vilji DRENGI ætla ég að sé eins og aðrar skoðanir öfgamanna. Velkomin heim frá Danmörku, hef saknað skrifanna þinna.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 16.4.2008 kl. 22:10

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Jæja Elma, þá ertu búinn að fá vel skilgreinda skoðun á þessu - AMEN! -

Haraldur Bjarnason, 17.4.2008 kl. 07:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband