18.4.2008 | 07:30
Barnamatur, Ol. leikarnir og Dísa ljósálfur
Nú er ljóst að óhollustuauglýsingar sem beinast að börnum verða ekki bannaðar með lögum. Þetta þýðir að áfram má auglýsa barnamat og barnahamborgara svo eitthvað sé nefnt en það er auðvitað ekki óhollusta ef um íslensk börn er að ræða. Það kemur auðvitað hvergi fram úr hvaða börnum umræddar vörur eru og engin lög um að upplýsa hvort um erfðabreyttar matvörur er að ræða. Það þarf hins vegar að gera þegar auglýst er svína- nauta eða alifuglakjöt! Er ekki kominn tími til að taka á þessari vitlausu málvenju?
Þorgerður Katrín sem hefur verið ötulust ráðherranna að ferðast, ætlar til Kína. Þegar samflokkskona hennar gagnrýndi á Alþingi að hún skyldi fara sagði ráðherrann að hún teldi mikilvægt að sýna fyrst og fremst okkar íslensku íþróttamönnum samstöðu og það er þess vegna sem hún er að fara. Margir hafa spurt á bloggsíðum sínum af hverju hún sjáist ekki í íslenskum íþróttahúsum en það er einmitt þar sem allt þetta byrjar, nema á Héraði þar sem Vilhjálmur hljóp út um mela og móa og náði í silfur í Melbourn. Kannski Þorgerður Katrín athugi í Kína hvert þær milljónir barna sem hverfa þar lenda. Eru þau kannski orðin að kínverskum barnamat?
Alveg er yndislegt að bækurnar um Dísu ljósálf, Dverginn Rauðgrana og Alfinn álfakóng hafa verið endurútgefnar. Ég er til í að lesa þær allar fyrir barna- og barnabarnabörnin mín og upplifa aftur, ef það er hægt, þá tilfinningu sem ég man eftir þegar vængirnir voru klipptir af Dísu ljósálfi.
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já þú segir nokkuð! þorgerður Katrín ætti bara að vera íþróttahúsunum um allt land!
Ekki var ég mikið hrifin af þessum bókum þegar ég var krakki, ég lét myndirnar fara óhemju mikið í taugarnar á mér, það var helst Dísa ljósálfur.
Það er aldeilis komin merkileg mynd af þér og breyting í leiðinni - en þú ert í aðeins meiri fjarlægð!
Edda Agnarsdóttir, 19.4.2008 kl. 18:18
Ég er búin að skoða hana betur í höfundarboxinu og hún er algjört æði! Til lukku með þessa sætu konu.

Edda Agnarsdóttir, 19.4.2008 kl. 18:20
Serm rosalegur Færeyja aðdáandi þá gat ég ekki stillt mig um að setja þessa mynd inn en hún var tekin þegar ég lenti óviljandi (en með vilja þó ) í að standa í kynningarbás fyrir Færeyjar á Kjarvalsstöðum fyrir skömmu. Takk fyrir komplimentið!
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 19.4.2008 kl. 20:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.