Yndislegir tónleikar

Mikið rosalega voru tónleikarnir í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði í gær góðir. Þar fór á kostum þau Diddú og Jóhann Valgeir,við frábæran undirleik Kára Þormar. Tónleikagestir kunnu svo sannarlega að meta það sem fram var borið en alls voru það 29 lög sem voru á efnisskránni, eftir jafn marga höfunda, allt frá dægurlögum eins og Delilah til Der Hölle Rache (aríu næturdrottningarinnar). Í einu orði sagt alveg frábærir tónleikar. Tónleikagestir hefðu mátt vera fleiri, en eins og Kári Þormar sagði þá var þvílíkt aftakaveður úti að það spilaði inn í aðsóknina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband