21.4.2008 | 11:50
Hvar er flokkurinn sem ég kaus?
Samkvæmt skoðun um fylgi flokkanna í Fréttablaðinu í dag tapar Samfylkingin fylgi yrði gengið til kosninga nú. Hún hefur þegar tapað einum þingmanni. Nú, ég er svo sem ekki hissa miðað við allt sem hún lofaði fyrir síðustu kosningar og allt sem hún hefur ekki staðið við. Svo sem við mátti búast heldur Íhaldið sínu og er það með ólíkindum miðað við allt sem á hefur gengið í borgarstjórn Reykjavíkur. Sennilega á íhaldið dyggustu stuðningsmennina, og þó að flokkurinn stæri sig af því að vera flokkur allra stétta, er langt frá að svo sé.
Því miður er langt til næstu Alþingiskosninga og þá verður Gullfiskaminni kjósenda löngu búið að gleyma öllum sviknu kosningarloforðum allra flokkanna. Þó að ég hafi á sínum tíma fagnað samstarfi Samfylkingarinnar við íhaldið geri ég það ekki lengur. Fyrir stéttvísa kjósendur Samfylkingarinnar er erfitt að horfa á hökt hennar með íhaldinu. Hún er sem sagt orðin hækja!
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Samfylkingin er greinilega komin með einhver Framsóknarheilkenni
Haraldur Bjarnason, 21.4.2008 kl. 12:29
Sammála Elma. Eða eins og sagt er í boltanum "Ég er ekki ánægður með mína menn"!
Eysteinn Þór Kristinsson, 21.4.2008 kl. 19:52
Þetta er góð samlíking Eysteinn. Alltaf í boltanum!
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 21.4.2008 kl. 22:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.