24.4.2008 | 10:37
Gleðilegt sumar
Ætli nokkur þjóð syngi eða kveði jafnmikið um sumarið og Íslendingar? Það er sennilega kærkomnara okkur en flestum öðrum nema ef skyldi þeim þjóðum sem búa við minni birtu og við yfir vetrarmánuðina. Sumarið hefur verið skáldum yrkisefni og ég held að allir Íslendingar kunni kvæðið um lóuna. Lóan er komin að kveða burt snjóinn... er svo sem ekki bara sungið við sumarkomuna, kvæðið er líka sungið á þorrablótum og sýnir það kannski best hug okkar til sumarsins. Páll Ólafsson hitti í mark með Lóunni
Þegar vetrar þokan grá þig vill fjötra inni kvað Þorsteinn Erlingsson. Í ljóðinu hvetur Þorsteinn okkur til að hugsa til liðinna gleðistunda og alveg eins og Páll Ólafsson gerir, hvetur okkur til að hrekja depurðina á brott og ljóð þessum lík má finna eftir fjölmarga höfunda.
Mér er hugleikið ljóð Jónasar Hallgrímssonar Nú andar suðrið.... Um ljóðið segir að þetta sé sonnetta að forminu til og er sögð vera fyrsta sonnettan sem Íslendingur yrkir, en Jónas orti hana árið 1844 tæpu ári áður en hann lést. Kannski er það sunnanblærinn sem höfðar til mín en auðvitað er lag Inga T Lárussonar tær snilld. Sem þorpari alin upp við sjó höfða meira til mín en flest annað ljóð kennd við sjóinn. Bæði venjuleg ljóð og sönglög.
Matthías Johannessen hittir naglann á höfuðið þegar hann segir:
hlátur þinn berst með vorgolunni, hlátur þinn öldugjálfur við bundna tjargaða báta,
blóðgaður marhnútur og beita sem fer með hugsun þína á fund óveiddra fiska
Og um huga minn fara minningar tengdar fjörunni sem var, nýveiddir fiskar á íshúsbryggjunni og tjargaðir nótabátar neðan við Kelahæðina.
Gleðilegt sumar
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðilegt sumar Hulda og takk fyrir veturinn!
Edda Agnarsdóttir, 24.4.2008 kl. 13:05
Gleðilegt sumar mín kæra og takk fyrir veturinn. Góða ferð suður!
Úrsúla Manda , 24.4.2008 kl. 20:35
Gleðilegt sumar, Elma
Haraldur Bjarnason, 24.4.2008 kl. 20:41
Gleðilegt sumar Elma mín
Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 22:16
Hæ,hæ gleðilegt sumar og hafðu það sem best!!
Knús Jóna Harpa
Jóna Harpa (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 05:58
Gleðilegt sumar amma og takk fyrir veturinn
Kv. Atli
Atli (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 13:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.