29.4.2008 | 20:08
Aftur kominn vetur!
Þetta var nú meira ferðalagið heim síðdegis. Ekki nóg með að það var líkast því að flugvélin væri í tröllahöndum meirihluta leiðarinnar austur því við tók ferðalag sem ekki var til að hrópa húrra yfir. Það sá varla á milli stika í Fagradalnum, þar voru bílar fastir og útaf og töfðu auðvitað aðra. Það var þokkalegasta veður þegar komið var á Reyðarfjörð og áfram en rútan komst ekki síðasta spölinn upp að göngum vegna hálku. Það er ekki nema vika síðan sumardagurinn fyrsti var. Þarna héngum við í rútunni, okkar allar bjargir bannaðar það til að Alcoa-rútan kom og tók okkur með á Norðfjörð. Svona ferðalag kostar 1600 krónur en ég ætti frekar að rukka Austfjarðaleið.
Það er svo sem gott að vera komin heima og ég held að það sé farið að slakna á átthagafjötrunum sem ég hef talið mig vera í til þessa!
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Velkomin heim. Já hvað er eiginlega málið með þetta veðurfar... maður spyr sig! Ég var næstum því búin að pakka vetrarúlpunum niður um daginn, en ákvað að halda aðeins lengur í þær. Sem betur fer!
Úrsúla Manda , 29.4.2008 kl. 21:58
Elma það hefði nú ekki þótt tiltökumál að dvelja aðeins á Fagradal eða Oddsskarði á þessum árstíma vegna ófærðar fyrir tveimur áratugum eða svo. Margt hefur að vísu breyst á þeim tíma og þú eða ég hefðum nú líklega ekki trúað því þá að góðir og gegnir Norðfjarðarkommar væru upp á náð amerísks auðhrings komnir til að komast heim til sín. Svona hefur nú litrófið breyst á stuttum tíma.
Haraldur Bjarnason, 29.4.2008 kl. 22:18
Er von að þú sért hissa Halli minn og það er ég líka, en meira hissa varð ég í gærkveldi þegar bílstjóri frá Austjarðaleið kom og rukkaði mig um fargjaldið! Ekki minnast á hvernig það var, ég get svo sem líka bent þér á að fyrir um 50 árum var Oddsskarð fyrst opnað í júní.
Úrsúla ég ætla að hafa vetrarfötin uppi við fram í miðjan maí. Var í sumarfötum í slyddunni í gær og varð helv... kalt.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 30.4.2008 kl. 08:45
Allamalla !! ....aldeilis tíðindi , slakna á átthagafjötrunum ?? ...:)
Já takk fyrir sendinguna til mín ( á blogginu mínu ) ..ég nenni ekkert að vera að þessu bloggi ..les bara ykkur hin !
Fannstu lyktina af skerpikjötinu á kortinu , við Davíð vorum komin á svaka flug með fjöldaframleiðslu og bissness...
Annars koma þeir félagar, Davíð og Kristján til mín á fyrramálið í morgunverð ..hefði nú ekki verið leiðinlegt að hafa þig með.
svanhildur óskarsdóttir (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 11:56
Slökunin er ekki eins sterk í dag og í gær! Já kortið frá ykkur gladdi mig og ég fann lyktina af skerpukjötinu. Já ég vildi vera með ykkur en ekki að þessu sinni. Fékk áhugavert meil frá Davíð, hann sgir þér frá því. Er til í allt nema ...
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 30.4.2008 kl. 13:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.