1.5.2008 | 09:40
Fram, ţjáđir menn í ţúsund löndum ...
Baráttudagur verkalýđsins er í dag. Hann var lögskipađur frídagur hér á landi áriđ 1972, en fyrst var gangiđ í kröfugöngu 1923. Í dag er líka uppstigningardagur og hefur kirkjan gert daginn ađ degi aldrađra, og er helgihald dagsins helgađ ţeim. Sá klerkur sem kom ţeirri hugmynd á framfćri er međ góđan húmor, ţví vissulega eru ţeir sem eru aldrađir líklegri en hinir ađ stíga fyrr upp!
Fyrsti 1. er baráttudagur verkalýđsins og ţá jafnframt frídagur, en ţegar hann ber upp á frídag sem ţegar hefur veriđ settur á er hann enginn sérstakur frídagur verkalýđsins. Ekki frekar en sjálfur ţjóđhátíđardagurinn sem var ekki lögskipađur frídagur fyrr en fyrir nokkrum árum. Helgidagar kirkjunnar voru til langs tíma sjálfum ţjóđhátíđardeginum ćđri.
Verkalýđnum finnst óréttmćtt ađ ţađ sé í raun tekinn af ţeim baráttudagur ţeirra, ţađ er ţegar hann ber upp á annan tyllidag. Af hverju má baráttudagur verkamanna ekki vera fyrsta mánudag í maí, eins og frídagur verslunarmanna er fyrsti mánudagurinn í ágúst, ţá vćri ekki veriđ ađ hafa af verkalýđnum frídag. Nú er ţađ svo ađ uppstigningardagur og dagur aldrađra ber ekki alltaf upp á fyrsta maí, en baráttudag verkalýđsins ber alltaf upp á 1. maí og upp á laugardag eđa sunnudag á nokkurra ára fresti.
Rauđi liturinn á fána verkalýđshreyfingarinnar táknar uppreisn gegn ranglćti. Hann ţýđir ađ nú sé nóg komiđ, auk ţess sem hann táknar dagrenninguna. Í dag er 1. maí svipur hjá sjón ţegar ţúsundir gengu saman og sungu Nallann og kröfđust réttlátara ţjóđfélags. Hafi einhvern tímann veriđ ţörf ţá er nú nauđsyn, um ţađ bera launakröfur síđustu daga glöggt vitni.
Fram, ţjáđir menn í ţúsund löndum, sem ţekkiđ skortsins glímutök!
Um bloggiđ
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hć,hć
Já mađur á margar góđar minningar frá ţessum degi
Hafđu ţađ sem best!!
Knús frá mér
Jóna Harpa (IP-tala skráđ) 1.5.2008 kl. 16:52
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.