Góðar bækur og ferðalög

Var að enda við að lesa Heilræði lásasmiðsins eftir Elísabetu Jökulsdóttur. Mér finnst bókin góð en vinkona mín sagðist hafa lagt hana frá sér hálflesna. Af hverju spurði ég. Jú, ég gat ekki lesið meira, það var svo mikið af ríðingum í henni. Kannski er ég eitthvað skrítin en mér fannst lýsingarnar hennar á ríðinunum flottar og skrifin í bókinni eru tæpitungulaus. En hafi ríðingarnar farið fyrir brjóstið á henni vinkonu minni, hvað þá með aðrar berorðar lýsingar? Flott tæpitungulaus bók.

Ég byrjaði svo á bók Unnar systur hennar, ólíkt lesefni en áhugavert. Unnur sem hefur skrifað skemmtilegar ferðasögur segir í þessari bók frá álfum og huldufólki. Gaman að einhver vel ritfær skuli koma svona sögum á blað. Hvort svo sem fólk trúir á álfa og huldufólk. Ég geri það.

Tóra vinkona mín í Sandavogi hringdi í morgun. Það er svo skrítið að í hvert skipti sem ég ætla að fara að hringja í hana þá hringir hún. Hún hefur verið veik en er að ná sér. Við að tala við hana vaknaði sterk löngun til að skreppa til Færeyja og kannski geri ég það í sumar, hver veit.

Næsta ferðalag mitt verður til Spánar. Nánar tiltekið til Castil de Campos sem er 800 manna fjallaþorp á suður Spáni. Þorpið er rétt hjá bæ sem heitir Priego de Cordoba. Þorpið er í klukkutíma keyrslu frá Granada og í klukkutíma keyrslu frá Cordoba. Það tekur um það bil einn og hálfan til tvo tíma að keyra frá Costa del Sol og í þorpið.

Brauðbílinn stoppar á hverjum morgni fyrir framan húsið og selur nýbakað brauð og það er supermarkaður í þorpinu. Svo kemur ávaxtabíll, sætabrauðsbíll, fiskibílinn og kjötbílinn  um það bil einu sinni til tvisvar í viku og stoppar á aðaltorginu. Þarna er mikill verðmunur frá helstu ferðamannastöðunum og það að fara út að borða kostar að minnsta kosti helmingi minna en á hefðbundnum ferðamannastöðum. Hlakka alvega rosalega til.

Castil de Campos


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þetta er spennandi frásögn af fjallþorpinu þínu, mér sýnist á skrifunum að þú hafir verið þar áður?

Ég er ekki búin að lesa þessa bók hennar Elísabetar - ég ætla að gera það. Hún er í uppáhaldi hjá mér.

Það er nú meira hvað þessi fjölskylda hennar er öll ritfær - held mikið upp á Arabíukonur eftir mömmu hennar.

Edda Agnarsdóttir, 4.5.2008 kl. 09:04

2 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Sæl Edda. Nei ég hef ekki verið þar áður og kannski þess vegna er ég spenntari en ella. Það er rétt þessi fjölskylda er vel ritfær og ég hvet þig til að lesa bók Elísabetar. Huldufólksbókin hennar Unnar er ekki spennandi bók en vel skrifuð. Austfjarðaþoka, rigning og ég að hlusta á country tónlist!

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 4.5.2008 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband