5.5.2008 | 19:25
Ég er bara hlýr maður
Ef ég vissi ekki betur gæti ég haldið að ég væri stödd í sjónvarpsþættinum Boston Legal, þeim sem sýndur var í gærkveldi. Þá á ég við konuna sem vildi lögsækja sóknarprestinn sinn fyrir að hafa sagt sér upp. Hann hafði áður heitið henni ást sinni, en sveik það. Hann viðurkenndi svo sem að hafa haft holdlegt samræði við konuna. Konan höfðaði málið á þeirri forsendu að hún hafi týnt trúnni, týnt Guði.
Sóknarpresturinn á Selfossi er ásakaður um kynferðislega áreitni gegn tveimur unglingsstúlkum. Þær segja að þetta hafi byrjað þegar þær voru í fermingarfræðslu og stóð svo í nokkur ár. Haft er eftir réttargæslumanni stúlknanna að þær hafa litið á kirkjuna sem griðastað og nú sé búið að eyðileggja það fyrir þeim. Alveg eins og í Boston Legal.
Stúlkurnar eru sextán og sautján ára gamlar og voru báðar virkar í starfi innan kirkjunnar. Málið hófst þegar foreldrar annarrar þeirrar ræddu við formann sóknarnefndar í byrjun apríl. Hin stúlkan mun hafa hrökklaðist úr starfi innann kirkjunnar fyrir rúmu ári eftir meint áralangt kynferðislegt áreiti prestsins. Þegar hún heyrði af máli hinnar stúlkunnar brotnaði hún niður og kom líka fram.
Presturinn segir að um misskilning sé að ræða. Hann sé hlýr maður. Það hafi verið hans stíll að faðma fólk að sér og í kirkjulegu starfi gerist það oft að það sé heilsað og kvatt með líkamlegri snertingu. Og enn vitna ég í Boston Legal. En þetta mál er dauðans alvara og ekki í fyrsta skipti sem ákæra þessa eðlis kemur fram á prestlærðan mann. Skyldi sannast enn einu sinni að það er ekki sama Jón og séra Jón?
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.