6.5.2008 | 09:42
Bruðl utanríkisráðherra
Sóun ríkisstjórnarinnar á peningunum okkar virðist engin takmörk sett. Nýjasta dæmið er sá kostnaður sem hlýst af veru fjögurra franskra herþota hér á landi, ásamt á annað hundrað fylgdarmanna. Þetta kostar eitthvað litlar hundrað millur fyrir sex vikna veru. Þetta er svar NATO sem Ísland hangir enn í, við flugi rússneskra flugvéla inn á flugstjórnarsvæði okkar. Afsakið þetta heitir víst ekki lengur flugstjórnarsvæði, þetta heitir nú loftrýmisgæsla og nú mega fuglar himinsins fara að vara sig.
Haldið ykkur fast. Alls fer um einn milljarður í herkostnað okkar í ár. Þar af fara um 800 millur til reksturs Ratsjárstofnunar, en athugið þetta er áætlaður kostnaður.
Allt þetta kaldastríðs-rugl er runnið undan rifjum Bush forseta sem leitar logandi ljósi að nýjum óvinum til að vinir hans stríðsgróðamennirnir verði ríkari, Gyðingarnir í Ameríku!
Það er með ólíkindum að Ingibjörg Sólrún skuli vera í forsvari fyrir þessu rugli, því það er hún. Einhver bloggari skrifaði að það sé kaldhæðnislegt að það skuli vera kona sem nauðgi Fjallkonunni! Og það skrýtna við þetta allt, að á sama tíma sækist Ísland eftir að komast í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna. Til hvers, til að stuðla að friði? Rúmlega þriðjungur þjóðarinnar er andvígur því að komast í öryggisráðið, við höfum nóg annað að gera við þessa peninga. En á okkur er bara hlustað í fjögurra ára fresti.
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.