Var mál að skíta

DV segir frá því að Ferðafélag Íslands undirbúi kæru á hendur ökumanni, sem jafnframt er forsvarsmaður ferðaskrifstofu, sem grunaður er um að hafa ölvaður velt jeppabifreið sinni og valdið skemmdum á salernisskúrum félagsins. Maðurinn þurfti þó ekki á salernið heldur þurfti hann að komast í símsamband. Hann hefur sjálfsagt haft reynslu af því að símasamband væri gott á kömrum.

Þetta leiðir hugann að sögu, að ég held sannri, þegar lögreglan hér í bæ stöðvaði fullorðinn mann sem ók á rúmlega 55 km. hraða þar sem hámarkshraði er 50 km. á klst. Ábúðarfullur sagði löggan: Þú ókst of hratt. Maðurinn sem var skelfingin uppmáluð rétt gat stunið upp úr sér: Ég var að flýta mér því mér var svo mál aðskíta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Upp kemur í hugann sagan af manninum, sem hljóp heim til sín og upp tröppur á undan laganna verði, en var eitthvað heldur seinn að opna og lögreglan þóttist nú heldur betur hafa náð hinum "seka", þegar lögreglan kom að þeim sem á undan rann snéri hann sér að laganna verði og sagði "svakalega ert móður maður" lögreglan mun hafa orðið orðlaus við og eftir því sem mér var sagt varð ekki meira úr málinu, en ég held að það sé ekki rétt!?

Jón Ingi (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband