8.5.2008 | 15:29
Megas, Jakob Frímann og biskupinn
Stundum dett ég í að hlusta á ákveðna tónlist. Núna er Hagavagninn með Megasi spilaður mörgum sinnum á dag. Var að dunda mér við það í morgun að hala niður nokkrum góðum lögum af tonlist.is. Meira að segja ég, sem hef ekki verið aðdáandi Bubba er með tvö lög með honum á þessum nýja diski mínum. Bráðum verður hægt að ná í tónlistarmyndbönd þarna á tonlist.is og þá ætla ég að sækja myndbandið með Bubba þar sem hann syngur Það er svo gott að elska. Það myndband ætla ég að senda konunni sem ég bjó hjá í Færeyjum, í fyrra. Hún er mikill aðdáandi Bubba og að þessu lagi sérstaklega.
Enn er allt vitlaust í borgarstjórn Reykjavíkur. Núna er það ráðning Jakobs Frímanns, sem er náttúrulega ekkert annað en bara skömm. Staðan var auglýst og um hana bárust fjölmargar umsóknir. Þeim var bara hent í ruslið og Jakob ráðinn. Enn eitt dæmið um einkavinavæðinguna. Og meira að segja Guðsmennirnir eru ekki saklausir af þeim kvilla. Nú er kirkjan krafin um litlar 42 milljónir vegna þess að sjálfur biskupinn réði son sinn sem prest í London. En auðvitað eru prestar bara breyskir menn. En við ætlumst til annars af þeim.
Ég get ekki stillt mig um að minnast á hvað það er leiðinlegt að lesa allar þær stafsetningar- og innsláttarvillur sem flæða á bloggi fólks og heimasíðum fyrirtækja og stofnana, og ég get svarið þar að þar er mín heimabyggð einna verst.
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.