9.5.2008 | 10:31
Misheppnaður pólitíkus stjórnar miðborginni
Jakob Frímann Magnússon hefur gert ítrekaðar tilraunir til fram í stjórnmálum. Hann hefur
tvisvar farið í prófkjör fyrir Samfylkinguna án þess að komast í þá stöðu að ná kjöri sem fulltrúi. Kjósendur einfaldlega höfnuðu honum. Þá var næsta skref hans að fara í framboð fyrir Íslandshreyfinguna og stefnan sett á Alþingi. Sem kunnugt er fékk hreyfingin ekki það brautargengi að hún kæmi manni á þing.
Sjálfsagt er Jakob Frímann hinn mætasti maður en ætti að halda sig við það sem hann kann, að berja bumbur. Þó hann hafi ekki staðið á sviði, ekki svo ég viti, og gert það sjálfur þá stóð hann fyrir uppákomum sem menningarfulltrúi Íslands í London, í skjóli Jóns Baldvins. Sú staða var ekki til áður en Jakob Frímann fékk hana og staðan var ekki langlíf. Hún hefur ekki verið álitin sérstaklega nauðsynleg því enginn hefur gegnt stöðunni síðan títtnefndur Jakob Frímann gegndi henni.
Þetta leiðir hugann að því hvort sá borgarstjóri sem nú situr sé ekki bara þrátt fyrir allt krati þó svo að hann hafi lengst af lafað í íhaldinu.
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.