Einn mola takk!

Ég fór í heimsókn til móðursystur minnar sem dvelur á öldrunardeild FSN. Það er auðvitað ekki í frásögur færandi nema hvað "sykurmolana" snertir. Nei ekki hljómsveitina, heldur þessa hvítu sem maður fær með kaffinu. Það gerðist nefnilega á þessari deild að farið var að skammta vistmönnunum einn sykurmola með kaffinu. Þeir máttu ekki fá tvo því það átti að spara.

Þetta gekk um nokkra hríð og enginn kannaðist við að hafa sett þessa reglu. Starfsfólkið í eldhúsinu þvertekur fyrir að þetta sé frá þeim komið, en hefur heyrt söguna. Hvað um það í stað þess að færa frænku minni blóm eða konfekt, færi ég henni næst einn pakka af molasykri, hún notar nefnilega alltaf tvo mola með kaffinu.

Nota bene. Það er búið að afnema þessa reglu, sem enginn kannast við að hafa sett. Nú bryðja allir á deildinni molasykur eins og þeir geta!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þetta eru nú ekki molar lengur - eins og mótað duft í sykurlíki! Þeir voru betri áður fyrr, grófir, harðir og lengi hægt að dýfa í kaffið og sjúga.

Edda Agnarsdóttir, 12.5.2008 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband