15.5.2008 | 12:13
Þorgerður sendir SMS
Þegar sýnt var frá Alþingi í hádegisfréttum Stöðvar 2 sást að Þorgerður Katrín menntamálaráðherra var að senda SMS nema hún hafi verið að hreinsa takkana á gemsanum sínum. Kannski hún hafi verið að spyrjast fyrir um ástandið í Kína með tilliti til Ol. leikanna?
Þetta leiðir hug minn er ég var vitni að því að ung kona við kassa í Hagkaup var að senda SMS samtímis og hún var að afgreiða rígfullorðnar manneskjur sem skildu ekkert í sljóleika afgreiðslustúlkunnar. Þegar að mér kom hélt hún áfram þar til ég sagði við hana; hvort ætlarðu að halda áfram að senda SMS eða afgreiða mig?
Þrefið um eftirlaunafrumvarpið heldur áfram. Það virðist gleymt að þetta var lagt fram af þingmönnum allra flokka. Aðrir en Ögmundur Jónasson halda sig til hlés, vitandi um sök sína og Þuríður Bakcman þingmaður Austfirðinga sem var einn flutningsmanna frumvarpsins situr heldur niðurlút sem og Valgerður Sverrisdóttir sem þegir þunnu hljóði. Enginn flutningsmannanna hefur svo mér sé kunnugt um tjáð sig um frumvarpið.
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nehei, hún hefur pottþétt verið að senda eitthvað sætt til Kristjáns Ég hefði allavega verið að gera það, ef ég væri hún sem ég er ekki... því miður
Úrsúla Manda , 15.5.2008 kl. 12:47
Elma ætli hún hafi ekki verið að senda skeyti til Brüssel. um þau Geiri væru áleiðinni þangað.
Haraldur Bjarnason, 15.5.2008 kl. 15:07
Úrsúla þú getur ekki verið að upplýsa þig svona!
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 15.5.2008 kl. 17:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.