17.5.2008 | 08:41
Að vera á móti, bara til að vera á móti!
Einhver gæti haldið að þetta væri bókun minnihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur, en svo er ekki. Þetta er bókun minnihlutans í bæjarstjórn Fjarðabyggðar, bókun þeirra þriggja sjálfstæðismanna sem þar sitja. Þessi bókun kemur fram eftir umræður um staðsetningu heitra potta á áskrúðsfirði. Samþykkt var að setja pottana sunnan við sundlaugina en minnihlutinn, Valdimar, Kristín og Jens Garðar vildu staðsetja þá við íþróttahúsið. Hefðu þeir ekki verið í skugga þar?
Eiginlega er þessi bókun lýsandi dæmi á vinnubrögðum minnihlutans og bara gerð til að vera á móti, koma með eitthvað bara til að vera á móti. Hef lesið nokkrar svona bókanir frá íhaldsmanni í Æskulýðs- og tómstundaráði en það heitir víst eitthvað annað í dag.
Hérna á árum áður var meirihlutinn í Reykjavík, íhaldið og meirihlutinn í Neskaupstað, kommarnir, oft bornir saman og margt fundið líkt með vinnubrögðum þeirra. Stjórnmálalegar skýringar hljóta að leiða allt annað í ljós, því í Neskaupstað var hagur hins almenna borgara í heiðri hafður, en hjá íhaldinu í Reykjavík var þá eins og nú, einkavinavæðingin allsráðandi!
Veit ekki af hverju ég get ekki losað mig við þennan pólitíska þankagang.
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.