19.5.2008 | 14:38
Um ferðamál
Því miður komst ég ekki á fundinn sem haldin var um ferðamál í Safnahúsinu í síðustu viku. Hafði svo sannarlega ætlað mér að mæta og láta ljós mitt skína!
Mér hefur lengi verið hugleikið að koma upp á Norðfjarðarvita skilti með upplýsingum og gera staðinn að vinsælum ferðamannastað, auk þess sem ég er viss um að bæjarbúar myndi sækja þangað. Það þyrfti auðvitað að byrja á því að gera þar bílaplan, plássið er nægilegt. Skiltið á að sýna flóann og fjallahringinn. Inn á það má setja staðarnöfn og leiðsögumaður getur sagt frá ýmsum atburðum sem temjast viðkomandi stað. Fegurð Rauðu bjarganna getur verið ólýsanleg og einstök upplifun. Það má segja frá draugum í Viðfirði, skipsköðum, hvalstöðinni í Hellisfirði og mörgu og mörgu. Útsýnið við vitann er stórkostlegt og heillar marga.
Mér er margt annað hugleikið eins og skoðunarferð um Norðfjörð nágrenni með leiðsögn þar sem farið er á helstu staði s.s. snjóflóðavarnargarðinn, segja sögu útgerðar og fiskvinnslu, segja t.d. frá aðstöðu Sigfúsar Sveinssonar á Nesi og umsvif hans. Fara í Safnahúsið og skoða söfnin undir leiðsögn, auk þess að rekja þar sögu staðarins, svo eitthvað sé nefnt. Styðjast má við útgefið efni.
Kynna vel Ferðafélag fjarðamanna, siglingar, stangveiði, golf og fleira. Hér er sundlaug, gufa, líkamsræktarsalur, níu holu golfvöllur og silungaveiði í Norðfjarðará, hesthúsabyggð og vel má hugsa sér myndlistarsýningar t.d. í Þórsmörk.
Hafa lifandi tónlist og uppákomur í miðbænum um helgar yfir sumarið. Bjóða upp á
óvissuferðir og vetrarferðir á skíði og vélsleða með gistingu og fullu fæði. Fá til okkar gesti sem eru tilbúnir að upplifa eitthvað nýtt og ævintýralegt, uppgötva lífið á staðnum og leita eftir hægum hjartslætti lítils strandsamfélags.
Með þessu er ég ekki að segja að sveitarfélagið eigi að standa fyrir þessu öllu en það á að styðja við bakið á þeim sem vilja koma að svona framkvæmd og hvetja til framkvæmda. Nú er það svo að ég hef þá reynslu af Norðfirðingum að þeir vilja frekar vera þiggjendur en gefendur. Ekki móðgast. Ég hef oft sagt að okkur henti betur að vera launþegar en atvinnurekendur. En er ekki hægt að breyta þessu viðhorfi. Mér var þetta ljóst þau ár sem ég sat í stjórn átakverkefnisins Norðfirðingar í sókn, það vantaði ekki að menn höfðu hugmyndir góðar, en vildu að aðrir framkvæmdu þær.
Eitt af því sem við skoðuðum og bjuggum til útfærslu var trillukarl einn dag. Verkefnið miðaðist fyrst og fremst við erlenda ferðamenn sem færu hér í dagsróður. Ekkert varð úr þeirri framkvæmd en sjáið þið hvað vestfirðingar eru að gera í dag? Einmitt þetta. Fá til sín í sumar nokkur þúsund ferðamenn sem gista og róa. Hristum af okkur slenið!
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Elma samþykktum við þetta ekki í hafnarnefnd meðan við störfuðum saman þar í denn?
Grímsi (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 18:47
Sæl Elma samþykktum við þetta ekki í hafnarnefnd meðan við störfuðum saman þar í denn?Gamn væri ef Fjarðabyggð stæði við þetta.
Grímsi (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 18:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.