Í Torremolinos

Ferðin hingað suður eftir gekk vel. Þetta er rúmlega fjögurra tíma flug en Spánn heilsaði með bongóblíðu. Það gekk ekki andsk… laust að finna skrifstofuna sem hafði útvegað okkur bílinn og við vorum búnar að þeytast um að ég held allt svæðið með 40 kíló á vagni og af okkur bogaði svitinn. Mér gekk vel að aka til Torrimolinos enda með góðan leiðsögumann. Við komum bílnum fyrir í bílageymsluhúsi þar sem útilokað var að finna stæði nálægt gististað okkar. Við búum í tvo daga á Rauða páfagauknum, (Paro de Roja) ekta ensku gistihúsi með gömlum og skítugum gólfteppum, rafmagnsleiðslum og pípulögum utan á veggjunum. En rúmin eru hrein og allt í lagi með sturturnar. Eftir að hafa skolað af okkur ferðarykið og svitann fórum við á Tapas stað þar sem við fengum okkur sitt lítið af hverju og þaðan á Gussa bar til að horfa á Juróvíson, En þá var ekki sýnt frá síðari undanrásariðlinum. Þannig að við skunduðum á Netkaffi sem var nálægt og gátum horft á okkar fólka syngja. Fórum svo aftur á Gussabar þar sem heldur hafði fjölgað og allir voru í SMS sambandi heim til að fá fréttir af úrslitunum. Þau fengust fyrir gleðilega rest. Verðum hér í Torrimolinus í tvær nætur og horfum svo á úrslitakeppnina í Castil de Campos. Annars hefur þessi keppni aldrei höfðað til mín!Fylgdum konu niður á hótelið hennar sem er á ströndinni og dífðum tánum aðeins í sjóinn og fíluðum sandinn. Heim að sofa.Gististaður okkar er í miðbæ Torremolinos. Rétt hjá gististaðnum, sem ég var á fyrstu ferðina mína hingað.Man hvað mér þótti það flottur staður enda þá nýuppgerður. Hann er ekki flottur í dag. Erum að fara niður á strönd eftir að þetta er skrifað. Blogga næst í fjöllunum!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Vaá bara komin til Spánar! Njóttu dvalarinnar!

Edda Agnarsdóttir, 23.5.2008 kl. 20:31

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Njóttu ferðarinnar Elma. 

Haraldur Bjarnason, 23.5.2008 kl. 21:31

3 identicon

Ha ha auðvitað hefurðu lúmskt gaman af Eurovision, góða skemmtun.

Kveðja Nanna

Nanna (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband