Komin til byggða

Það er síðdegi á sunnudegi og ég er ein hérna í húsinu í Castil de Campos. Svolítið skrítið að vera alein í svona stóru húsi, í 800 manna þorpi þar sem aðeins er töluð spænska. En mér leiðist ekki, ekkert að ráði, hef nóg að lesa og lá smá stund í sólbaði í dag. En ekki lengi því ég er eldrauð frá því í fyrradag, rauð á herðunum, bringu og baki og á bakinu er rauður flekkur þar sem sundbolurinn sem ég var í er opinn.

Húsið var kalt þegar við komum enda ekki kynt hérna síðan um jól. Þykkir veggirnir kaldir og lengi að hitna. Konan sem geymir lykilinn átti ekki orð til að lýsa fólkinu sem var hér um jólin. Segi ykkur í góðu tómi hvaða fræga fólk það var.

Hérna er rafmagnsofn sem ég færi á milli herbergja, er með hann núna við herbergin uppi, þar sem ég var að frjósa úr kulda í nótt. Hinn gesturinn sem var í herberginu á móti hafði vit á því að sækja sér auka sæng, en ég skalf bara undir þunnri sænginni minni. Þegar ég skrapp á WC í nótt datt eitthvað í gólfið og þegar ég aðgætti hvað það var kom í ljós eðla, sem var örugglega miklu hræddari en ég. Hún var svona 12 – 15 cm. á lengd, sandlituð og allt öðru vísi í laginu og eðlurnar sem voru í íbúðinni okkar í Cancun í Mexico. Þær voru langar og mjóar en þessi hafði vaxtarlag krókadíls. Hún hvarf svo undir WC dyrnar eftir að hafa snúist nokkra hringi á gólfinu. En það er fínt að hafa eðlu sem húsdýr því þær sjá til þess að önnur kvikindi þrífast ekki hér inni.

Það er geysilega fallegt hérna og útsýnið frábært. Hæðótt landslag með milljón olífutrjám og vinviði. Haninn í bænum, ég held að það sé bara einn, vekur bæjarbúa á morgnana og nokkrir hundar spangóla af og til. Það eru miklar vegaframkvæmdir á leiðnni hingað. Við stoppuðum í litlu þorpi ekki langt frá Castil de Campos og fengum okkur smá snarl. Elduðum okkur svo nautasteik í gærkvöldi og kjöftuðum fram á nótt eftir að hafa horft á söngvakeppni gömlu rússnesku héraðanna. Þegar Sovétríkin voru og hétu! Það var ótrúlegt að fylgjast með stigagjöfinni og það var ekki að sjá að fyrrum kúgaðar þjóðir rússa, erfðu misnotkuna nokkuð! Ég segi enn og aftur; hættið að taka þátt í þessum skrípaleik.

Það er nautaat í sjónvarpinu og auðvitað múgur og margmenni að horfa á. Sjónvarpið er stillt á sérstaka Andalúsíu-stöð, þannig að nautaatið hlýtur að vera hér í héraðinu. Í barnatími sem horft var á í morgun var 5 ára drengur sem sýndi frábæra nautabanatakta. Og núna er nautið komið með 3 sverð í herðakambinn. blóði drifið og nautabaninn gerir sig líklegan til að veita því náðarhöggið. Tónlistin undir er söngur nautabanans úr Carmen eftir Biset. Þetta er ógeðsleg íþrótt, ef íþrótt skyldi kalla, og með ólíkindum að ekki skuli vera búið að banna það. Og nú féll nautið ekki vegna stungu nautabanans, nei af mæði og blóðmissi. Ætli kjötið sé síðan selt til neytenda? Já. Það er svoleiðis!

Ég er að hugsa um að færa mig niður í Torremolinos og eyða seinni vikunni þar. Þarf að kann með gistingu, langar ekki að vera á gistiheimilinu sem við vorum á fyrstu tvær næturnar. Vil vera nærri ströndinni þó svo að það séu 185 þrep upp í miðbæinn.

Er komin til Torremolinus. Kunni ekki við mig í sveitinni þó falleg sé, ekki frekar en á Einarsstöðum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kær kveðja til þín Elma, ég fylgist alltaf með síðunni þinni en er bara nýlega búin að uppgötva að nú má ég setja athugasemdir á hið ógurlega moggablogg, það var ekki hægt í upphafi þess. Njóttu Spánar vel.

Kristín í París (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 18:49

2 Smámynd: Úrsúla Manda

Vá þetta er nú meira ævintýrið. Vertu dugleg á myndavélinni og hafðu það gott.

Úrsúla Manda , 27.5.2008 kl. 21:37

3 identicon

Jæja góða mín svo þú kannt ekki við þíg í sveitinni innan um eðlur og hanagal. Ég sem hélt að þú værir dálítill sveitamaður í þér þá er mín bara eins og hinir túristarnir. Ha ha. Hafðu það sem allra best kær kveðja konan fyrir vestan læk.

maría kjartansdóttir (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 02:16

4 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Takk fyrir tilskrifin Kristín í Paris, Úrsúla á Nesbakkanum og María fyrir vestan laek. Gaman ad heyra frá tér Kristín. Tad er kona hérna úti og hún talar ekki um annad en ferdina okkar til Parísar, tegar ég hitti hana. María, ég er ekki sveitamanneskja í mér og hef aldrei verid og Úrsúla ég held ad ég sé med ofnaemi fyrir myndatokum!

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 28.5.2008 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 160611

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband