29.5.2008 | 13:05
Ber er hver að baki…
Lá smá stund í sólbaði í gær en ekki lengi. Bæði var mikið skýjafar og ég löt að liggja. Fer alltaf á sama staðinn til að fara á netið. Þar kostar klukkutíminn eina evru en fjórar hér á hótelinu. Þar kostar líka 30 sent á mínútu að hringja til Íslands. Það var bara enginn heima sem ég hringdi til í dag. Það er að visu góður spölur að ganga á þennan netstað og margir aðrir á leiðinni, en einhvernveginn hef ég tekið tryggð við þennan stað. Ætli ég gangi ekki tvo kílómetra plús 185 þrepin, fram og til baka. Bara nokkuð gott labb. Vá gekk 740 steps yesterday.Það eru mest englendingar og þjóðverjar sem ég rekst á, ekki í þess orðs fyllstu merkingu. En það gerðist þó í dag að kona féll kylliflöt fyrir framan mig. Hafði rekið tána í eitt þrepið. Ég hjálpaði henni á fætur, þið vitið miskunarsami
, og sá að hún var ekki eins og fólk er flest, hún var örugglega þarna í hópi fatlaðra einstaklinga. Í þrepunum upp í bæ sitja margir betlarar, líkamlega fatlaðir flestir, handa- og fótalausir. Ég hef oftast einhverja smáaura í vasanum til að gefa.Satt að segja þá fer ég ekki í sólarlandaferð ein aftur. Það er óþolandi að hafa engann til að bera á bakið á sér. Þess vegna notast ég við sprey í þeirri von að það geri eitthvað gagn. Íbúðin sem ég er í getur hýst að minnsta kosti fjóra, stærsta stúdíoíbúð sem ég hef séð.
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 160611
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að lesa bloggið þitt mamma/amma -
Við sáum að þú hafir reynt að hringja til okkar - en enginn heima frekar en fyrri daginn. Jóhann Nökkvi er búin að fá mótorhjólið sem þú gafst honum og það er nú ekki hægt að segja annað en hann sé alveg óður og heimils fólkið þakkar sínu sæla að ná að hoppa framhjá honum heee Þú verður bara að blikka einhvern sætann spánverja sem eru í kringum þig og biðja um að bera sólarolíjuna á bakið
verðum í bandi kv. Drekagengið
Drekagengið (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 14:27
Neinei, þú lætur spánverjana vera! Ég kem frekar bara út til þín til að bera á bakið á þér... þú puðrar þessu spreyi sjálfsagt bara út í loftið
Úrsúla Manda , 29.5.2008 kl. 14:51
Gaman ad minn madur skuli fíla hjólid. Var ad borda á yndislegum indverskum stad. Láta Spánverja bera á bakid á mér, hann tyrfti stiga til ad ná upp ef ég staedi!!!
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 29.5.2008 kl. 20:11
Heee já það satt hjá þér - flestir spánverjar sem ég þekki eru nú frekar lágvaxnir, hálfgerðir hobbitar Það var gott að heyra í þér í dag - vonandi verður ekkert framhald á þessum skjálftum
verðum í bandi kv. Drekagengið
Drekagengið (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 23:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.