30.5.2008 | 12:10
Íslendingar skjálfa - en ekki úr kulda
Það var steikjandi hiti í dag og sólþyrstir strípalingar teyguði sólskinið. Ég lá í garðinum er hætt að nenna á ströndina nema ég hafi einhverja unga til að leika við, byggja sandkastala eða annað í þeim dúr. Þetta var fyrsti sólbaðsdagurinn hjá Petru og fjölskyldu í Sixtis veðrið hefur verið miklu betra hérna suður frá.
Nú hingað steymdu SMS skilaboðin um jarðskjálfta á Suðurlandi og allir fóru auðvitað að leita frétta. Hvað skyldi Sharon Stone halda um þennan skjálfta, en eins og þið vitið þá var jarðskjálftinn í Kína að hennar mati vegna slæms Karma. Drottinn minn hvað þessar gellur eru heimskar! En skálftinn á Íslandi vakti ekki athygli erlendra fréttastöðva því hvorki var minnst á hann á BBC eða CNN. Þetta var þó skjálfti sem lagt hefði heilu borgirnar í Asíu í rúst. En austfirðir og vestfirðir skulfu ekki.
Þeir Íslendingar sem áttu að fara heim í morgun eru hér enn. Eiga að mæta út á völl klukkan hálf tvö í nótt. Enginn veit hvers vegna. Fararstjórinn hér sagði að þeir fengju bréf frá Heimsferðum þegar þeir kæmu heim. Þetta er eins og að fá sér Neskaffi, skyndilausn.
Fór með nýrri kunningjakonu minni, sem er að bíða eftir að komast heim, á Indverskan veitingastað í kvöld. Þar röðuðum við í okkur himneska rétti, ekki of sterka en mjög góða og auðvitað Indverskt brauð með.
Sá á CNN í morgun að Ísland hafi skjálfið, engar frekari fréttir og enn bíða farþegar Heimsferða. Fór seint niður í garð í morgun. Leit í kringum mig hvort komnir væru Íslendingar en bókunum samkvæmr er ég eini íslendingurinn á þessu hóteli. Sá engann sem bar íslenskan svip nema einn ungan mann sem mér fannst líklegur til að vera landi. Var ekki meira að spá í það og lagði af stað upp í íbúð. Situr þá ekki hópur íslendinga við stórt kringlótt borð. Af hverju eruð þið ekki farin heim spurði ég og þau svöruðu að þegar þau hafi verið búin að hrista stírurnar úr augunum rétt fyrir tvö í nótt þegar þau fengu enn eina tilkynninguna um frestun á brottför.
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Elma
Við komumst heim eftir langa mæðu, sólarhring of seint. Hremmingarnar voru þó ekki að baki þar sem þjónustan um borð í vélinni var hreint til skammar - auk þess sem brottför seinkaði um 45 mínútur.
Ég skipti aldrei við Heimsferðir aftur. Þessi gjörningur þeirra mun kosta mig tugi þúsunda í beinhörðum peningum - enda varð ég af ráðstefnunni (hafði greitt ráðstefnugjald löngu áður) þarf að greiða sumarhús og annars konar kostnað sem af þessu hlaust. Í vélinni með mér var heil fjölskylda með ung börn sem máttu þvælast á flugvöllinn tvisvar vegna misvísandi upplýsinga, m.a. um miðja nótt. Fólkið var ekki mjög sátt við Heimsferðir, svo ekki sé meira sagt. Þau voru reyndar mjög reið og sár - svo ekki sé talað um þreytt!
Ég á eftir að leita réttar míns og hvatti reyndar aðra sem voru í vélinni til slíkt hið sama. Ég mun rita stóra færslu um þessa lífsreynslu á bloggið mitt.
Kveðja til Torremolinos í sólina.
Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 31.5.2008 kl. 09:47
Blessud og takk fyrir sidast. Herna er blida en fartegarnir sem komu hingad eftir 17 tima bid voru ekki hressir. Vinkona min sem er ad fara i siglingu um Midjardahafid og flygur med Heimsferðum er uggandi um ad komast ça skipid. Hvad er ad gerast hja tessari annars godu ferdaskrifstofu. Engir isl, stafir.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 31.5.2008 kl. 13:28
Svona getur ferðabransinn snúið upp á sig stundum! Allt í óreiðu. Vonandi gengur allt vel hjá þér - en kannski áttu eftir að koma/fara með heimsferðum heim?
Edda Agnarsdóttir, 31.5.2008 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.