Nú tengd

Þetta er ótrúlegt en allt í einu er ég nettengd hérna í íbúðinni á Agua Marina. Er marg búin að reyna að tengjast en ekki gengið fram að þessu. Kannski rétti tíminn sé eftir miðnætti. Er búin að fá áburðardýr! Vonandi móðgast hún ekki konan sem ég kynntist í gær en við ætlum að bera á bakið hvor á annarri. Og heimurinn er lítill. María Mist lék sér við dóttir þessarar konu þegar hún var hjá pabba sínum á Daggarvöllum og fyrrverandi tengdafaðir hennar var frá Neskaupstað og mikill vinur minn. Kynntist líka manni sem er ættaður frá Ekru og úr Firði í Mjóafirði. Þannig að lunginn úr deginum hefur farið í austfirska ættfræði, sem er ekki mín sterkasta hlið. Núna þyrfti ég að hafa Ínu frænku mér við hlið.

Fórum á Gussabar í kvöld. Þar var margt um manninn þegar líða tók á kvöldið en Gussi opnar ekki fyrr en níu á kvöldin og hefur lokað á mánudögum. Ég veit ekki hvað Gussi er búinn að búa lengi hérna í Torrimolinus en hann var hérna þegar ég kom hingað fyrst fyrir hundrað árum eða svo!

Ætli það verði ekki ströndin á morgun ef veðrið verður eins gott og í dag. Ég er komin með nýja húð á bakið. Stórkostlegt að geta yngt sig svona upp með litlum tilkostnaði. Bara að gleyma að setja á sig sólarvörn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Hvernig verður sjómannadagurinn þarna? - Það er ótrúlegt að hér á Akureyri, einum kvótahæsta stað landsins, er nánast ekkert um að vera sem tengist sjómannadeginum. Í gær fór ég niður í bæ og það helsta voru hátíðarhöld út af opnun leikfangabúðar á Glerártorgi. Svo var einhver raftækjaverslun að gefa pylsur. Það var ágætt, svo sem, en djöfull er þetta lélegt að ekkert skuli minna mann lengur á sjómannadaginn. - Þessa helgi sakna ég Norðfjarðar verulega. - Kveðja þarna suður um. ...p.s. taktu bara Ínu með þér næst!!!

Haraldur Bjarnason, 1.6.2008 kl. 07:30

2 identicon

Sæl og blessuð.

Alltaf gaman að skoða síðuna þína. Sjómannadagsgolfmót Gullfaxa og GN var í gær, 25 þátttakendur, gott veður og allt gekk vel. Flott veður núna (sól og blíða og 13°) þegar bátarnir eru að skríða út fjörðinn í hópsiglinguna. Hafðu það áfram gott.

Kveðja

Þ+R

Þorgerður og Raggi (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 10:32

3 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Ég var einu sinni sem oftar á Mallorka á sjómannadaginn. Það var efnt til skrúðgöngu og viðhafðir einhverjir leikir. Ég gerði margt vitlausara en að taka Ínu með mér.

Þorgerður og Raggi. Ég las allt um Glófaxamótið  sem virðist hafa heppnast vel. Sé að ég næ þremur mótum í júní. Blogga í kvöld.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 1.6.2008 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband