1.6.2008 | 16:22
Og taka svo svíana!
Það er gaman að fylgjast með mannlífinu hérna á götunni við ströndina. Fólk af öllum litum og gerðum, lítið og stórt, magurt og feitt oftast nær. Sumstaðar nær trjágróðurinn svo langt út á gangstéttarnar að ég verð að víkja eða beygja mig og þetta segir mér, sem ég hef svo sem sannreynt, að garðyrkjumennirnir hérna eru smávaxnir eða öllu heldur lágvaxnir. Þetta minnir mig á þegar ég var í Tethuan í Marakkó og var að furða mig á að húsin voru sjaldnast máluð nema til hálfs, Oftast nær endaði málningin með láréttri línu en stundum var þetta eins hátt og rúllan eða kalkkústinn náði. Þegar ég fór að spyrjast fyrir um hverju þetta sætti var mér sagt að þetta færi eftir því hvað konurnar næðu hátt!
Í dag var ég í vandræðum að komast meðfram manni sem ók um á rafmagnshjóli. Hann átti alla gangstéttina, svona eins og Jón frændi á göturnar heima, en hann ók svo hratt að konan hans þurfti nánast að hlaupa við fót. Mér finnst að hún hefði átt að teika hjólið.
Það hefur verið stanslaust partý frá því á föstudag í næstu íbúð. Mikill hávaði og hróp og köll. Af og til hefur verið bankað hjá mér og beðist afsökunnar þegar mönnum hefur orðið ljóst að þeir voru ekki á réttri leið. Hvort allir sofa þar núna veit ég ekki en það er stanslaust bankað á dyrnar og kallað. Vonandi er enginn dauður þar inni!
Er auðvitað hundfúl yfir tapinu við Pólverjana í handboltanum, hef ekki trú á að við sigrum Svíana en allt getur gerst. Landsliðið í handbolta hefur verið þekkt fyrir að fara ekki alltaf auðveldustu leiðina. Ég er nettengd og ætla að fylgjast með leiknum. Áfram Ísland.Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingu Ísland, já Elma strákarnir okkar tóku svíana, auðvitað, voru bara að spara sig á móti Pólverjum. Fór í hópsiglinguna á Bjarti í morgun, mjög gaman, gott veður. Fór með hálfum hug á hátíðarhöld við sundlaugina, ekki eins eftir nýbyggingu og rennibrautir. Var samt mjög gaman, nýja keppnisgreinin sló í gegn. Stelpur fæddar 84 unnu strákahrúgu í reiptogi (með smá hjálp á bak bið tjöldin) hlakka til að sjá þig.
Nanna (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 18:35
Já auðvitað tókum við svíana, svíagrýlan er dauð. Hlakka líka til að koma heim sem verður þó ekki fyrr en um helgi. Gaman að heyra að hátíðahöldina hafi gengið vel enda lék veðrið við ykkur. Sjáumst.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 1.6.2008 kl. 20:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.