Hlakka til að fara heim

Jæja þá fer þetta að styttast. Síðasti heili dagurinn á morgun, ef allt gengur eftir! Gekk mig upp að hnjám í morgun við að leita að barnafötum. Þvílík vitleysa. Hérna er allur svoleiðis fatnaður næfurþunnur, buxurnar hnébuxur og skyrturnar stutterma og svo auðvitað bolir sem allsstaðar fást á spottprís. Það er sumar á Spáni. Þegar ég spurði einn kaupmanninn hvort hann ætti ekki venjulegar gallabuxur þá horfði hann bara á mig og sagði að svoleiðis fatnað ætti hann í haust. Fann loksins eina búð sem seldi svona nokkurn veginn normal fatnað, nema hvað stærðirnar voru afskaplega skrítnar.

Og hérna fæst hvorki golf- eða tennisfatnaður. Hitti fólk í morgun sem var að leita að tennisfatnaði en hér yppa menn bara öxlum. En það verður ekki sagt um Spánverja annað að þeir eru afskaplega þægilegir, svolítið háværir. Ég fór í búð í morgun en hörfaði út með það sama, hún var stöppuð af kvenfólki sem talaði og talaði og pataði og pataði. Það var útsala.Annars fór dagurinn í ekki neitt eins og allir hinir dagarnir hérna, ég nennti ekki einu sinni að liggja í sólbaði. Ætla að skreppa á Gussabar í kvöld og færa Gussa geisladiskana sem ég er með, íslenska tónlist. Svo fer morgundagurinn í að pakka, en það er nú fljótgert.Ragnheiður. Ég er búin að fá hleðslutækið þitt. Þú nálgast það í Hafnarfirði.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir

Takk fyrir að finna hleðslutækið mitt, Elma. Ég er reyndar búin að kaupa mér annað - en að fenginni reynslu er þörf á tveimur eintökum! Systur mínar, tvær, og vinkonur þeirra eru á leið út í nótt og munu dvelja úti í tvær vikur.

Þú mannst e.t.v. að í bílaleigubílnum er diskur sem þú átt; þ.e. ef þú hefur ekki tekið hann um daginn.

Kveðja og góða og rétt tímasetta heimferð. R

Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, 3.6.2008 kl. 21:31

2 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Fann ekki diskinn, það er í lagi þó hann skili sér ekki til mín.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 3.6.2008 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband