3.6.2008 | 22:15
Lokuð inni í lyftu
Ekki átti ég nú von á því að ég settist við að blogga aftur í kvöld, en örlögin högðuðu því samt þannig. Ég lenti nefnilega í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að lokast inn í lyftu, á milli hæða. Við vorum fjögur fullorðin og tíu ára stelpa. Okkur fannst líða óratími þangað til neyðarhringingar okkar heyrðust og eitthvað lífsmark barst til okkar. Það má segja að allir hafi haldið ró sinni svona nokkurn veginn, sérstaklega við eldri konurnar. Stúlkan litla var mjög hrædd en stóð sig samt eins og hetja. Fljótlega varð ofurheitt í lyftunni og farið að bera á loftleysi. Við spenntum þá upp með handafli báðar hurðirnar og þá blöstu við okkur hvítur steinveggur öðrumegin og múrsteinsveggur hinumegin. Hróp og köll fóru að berast á milli og okkur skildist að búið væri að kalla út viðgerðarmann, en biðin reyndist sumum óbærileg. Hitinn var okkur lifandi að drepa og ég spyr ekki að leikslokum hefðum við ekki getað spennt upp hurðirnar.Við vorum lokuð inni á þessum fermetra gólffleti í rúmlega hálfa klukkustund.
Allar áætlanir mínar um að skrappa á Gussabar lokuðust þarna inni en hinir lyftufélagarnir fóru. Satt að segja var þetta afskaplega langur tími, að okkur fannst, og afskaplega leiðinleg lífsreynsla. Vonandi hefur lyftan sem forsetinn, biskupinn og fleiri lokuðust inn í fyrir nokkrum árum verið rúmbetri en þessi og allavega getur þetta ekki talist til ástarsögu eftir ónefnda konu; Lokast inn í lyftu.
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
uff uff ..ekki líst mér á þetta....hræðileg lífreynsla að lokast svona inni í litlu plássi , jæja Elma mín gott að þið eruð öll heil á húfi. kv svanhildur
svanhildur óskarsdóttir (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 11:04
Alltaf að safna í reynslubankann! þetta væri ekki fyrir mig, hitinn í Egilsbúð á fimmtudagskvöldið var rosalegur, hvað þá að lenda í þessu. það verður gott fyrir þig að koma heim í svalann.
Kveðja Nanna
Nanna (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 11:23
Sælar konur. Þetta er samt ekki reynsla sem ég vil hafa í bankanum mínum. Tvennt var illa haldið af innilokunarkennd en hver haldið þið að hafi haldið ró sinni og stappað stálinu í liðið?
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 4.6.2008 kl. 11:33
nema hvað..... auðvitað okkar kona !!!
svanhildur óskarsdóttir (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 11:43
Þetta er ekki gott að lenda í! Eins gott að engin eftirköst verð sem er þó aldrei að vita!
Edda Agnarsdóttir, 4.6.2008 kl. 16:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.