6.6.2008 | 21:29
Er Torrimolinus fyrir homma og hunda?
Þetta er ekki sagt af fordómum gagnvart samkynhneigðum en það verður að segjast eins og er að hundaskíturinn á götunum í Torrimolinus er yfirgengilegur. Og það er mikið um homma. Í gærmorgun fór ég frekar snemma á stjá og götuhreinsun var ekki komin í gang. Hundaskítur um allt. Þetta minnti mig á hvernig var á þessum stað fyrir rúmlega 30 árum en þá var svo komið að sóldýrkendur voru farnir að forðast staðinn. Þá tóku heimamenn sig saman í andlitinu og hreinsuðu til. Og Torrimolinus var allt í einu komin með einn hreinasta sólarstaðinn á Spáni. Nú þurfa heimamenn þar að taka sig aftur saman í andlitinu.Heimferðin gekk vel og auðvitað var ég heppin með samferðafólk. Fylgdi hjónum sem bjuggu um tíma í Neskaupstað og fór vel á með okkur. Camilla sótti mig á völlinn en þar lentum við rétt fyrir sex. Við María Mist sváfum svo saman í nótt, pabbi hennar kom heim í gærkvöldi og hitti ég hann í morgun.Í dag fór ég svo og keypti mér golfsett, hitti ráðgjafa í LÍ og fór í Efstaleiti, hitti systir mína, nöfnu mína og fjölskyldu hennar sem kom frá Spáni í dag, Petru og Sólrúnu.
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nú vantar bara mynd af þér með brúnkuna! Tókstu ekki líka eina af hundaskít og hommum?
Þetta með hundaskítinn minnir mig á herör eldri borgara í Danmörku þegar ég bjó þar, þeir gengu um götur og og settu danska fánann á tannstöngli á alla hundaskíta til að mótmæla sóðaskapnum!
Edda Agnarsdóttir, 8.6.2008 kl. 10:46
Það myndi svo sannarlega vekja eftirtekt ef við færum að dæmi dönsku eldri borgaranna. Tók alvega hrikalega lítið af myndum og alls ekki af því sem þú nefndir. Er að fara austur í dag ætlaði að taka góðs veðrið með mér en það dregst víst eitthvað. Það kemur bara á eftir mér ég verð að halda brúnkunni við!!!
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 8.6.2008 kl. 11:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.