9.6.2008 | 13:55
Heima er best
Ég ætlaðu aldrei að hafa mig á fætur í morgun. Vel sofin í eigin rúmi. Það er ekki það að það hafi farið illa um mig, hvorki á Spáni eða hjá Camillu og Jóhanni, það er bara alltaf best heima eða þannig sko.
Var komin heim fyrir kvöldmat í gærkvöldi Fékk far með Miglenu og Apostalo frá Egilsstöðum, engin rúta. Það er alveg furðulegt að Austfjarðaleið sem hefur einkaleyfi á þessari leið skuli ekki sjá sóma sinn í því að vera með daglegar ferðir. En það er með þetta eins og einokunina, menn gera bara það sem þeim sýnist og sem þeir græða best á!
Er að hella mér í diskaverkefnið. Spennandi að sjá hvernig til tekst. Gerði svolítið í málinu úti á Spáni og nú þarf ég að ná í forsprakka kórsins og sýna þeim hvað er komið og hvernig best er að haga framhaldinu. En fyrst ætla ég að setja í gang prentun á aðgöngumiðum á bikarleik KFF og FH sem verður eftir 10 daga, á sjálfan kvenréttindadaginn.
Það tókst ekki sem ég ætlaði mér að taka sólina með mér en hún hlýtur að fara að láta sjá sig. En eitt er víst að það hverfur ekki snjór úr fjöllunum hérna í kring í sumar. Það get ég bókað!
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 160611
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.