16.6.2008 | 17:31
Loksins eitthvað af viti
Loksins virðist sem eitthvað verði gert af viti varðandi ísbjörninn sem er nú fyrir norðan. Menn hafa lært af reyslunni. Þess má geta að skytturnar sem skutu björninn í síðustu viku voru ekki lengi aðkoma sér á staðinn.
Reynt að ná birninum lifandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég held nú að þessar skyttur hafi verið beðnar um að koma og ekki hef ég séð neinstaðar að þetta séu sömu skyttur.
Hver ætlar að borga flutninginn á birninum og tap bóndans eftir að búið er að leggja æðavarpið hans í rúst. Við kannski bara lokum einhverjum deildum á landspítalanum þá er þetta ekkert mál.
Ef ég væri þessi bóndi væri ég búinn að skjóta bangsa enda er hann að ógna bústofni.
Ingólfur (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 17:50
Sæll Ingólfur. Það hefur komið fram í fréttum að sömu mennirnir sem skutu fyrri björninn séu komnir á staðinn. Auðvitað verður að bæta bóndanum það tjón sem hann hefur orðið fyrir, það hlýtur að vera í verkahring umhverfisráðuneytisins.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 16.6.2008 kl. 18:22
Merkilegt hvað fólk getur jesúsað sig og krossað, rokið upp til handa og fóta og er tilbúið að eyða milljónum á milljónum ofan til að koma villtu villtu dýri heiminn á enda bara til að líta vel út í augum einhverra bandarískra pabbadrengja sem hafa atvinnu af því að hneykslast á athöfnum náungans, en á sama tíma getur þetta sama fólk strunsað með nefið upp í loft framhjá nágrannanum sem er að gefast upp því samfélagið vill ekki hjálpa eða vita af fötluðum eða annarri samfélagsóværu.
Blábjáni (IP-tala skráð) 16.6.2008 kl. 18:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.