19.6.2008 | 11:43
Gæfuspor nú og fyrir 93 árum
Ég tók Gæfuspor í morgun. Tók þátt í verkefni UMFÍ fyrir aldurshópinn 60 ára og eldri. Tilgangur verkefnisins er að hvetja fólk á þessum aldri til að fara út að ganga sér til heilsubótar og ánægju í góðum félagsskap. Það voru 38 karlar og konur sem mættu við Sparisjóð Norðfjarðar í morgun, skráðu sig og fengu að gjöf flottan jakka vatns- og vindheldan, en Sparisjóðurinn er samstarfsaðili UMFÍ.
Það er svo hverjum og einum í sjálfsvald sett hvernig hann hagar gönguferðum sínum, aðalatrið er að fara út að ganga. Við göngum svo léttir í lundu...
Annað Gæfuspor var stigið fyrir 93 árum en þá fengu íslenskar konur kosningarétt til Alþings þótt takmarkaður væri. Ekki er ólíklegt að á þeim tíma hafi einhverjum þeirra dottið í hug að nú væri björninn unninn. Nei ekki þessi sem var unninn á Skaga. En í dag er öllum sem vilja jafnrétti ljóst að enn er margt óunnið. Ég þekki engan sem með góðri samvisku getur haldið því fram að hér ríki jafnrétti. Vissulega eru konur á Alþingi og eru líka ráðherrar en þær eru færri en ástæða er til að ætla og sama sagan er í sveitarstjórnum landsins,
Konur sækja sér menntun í æ ríkari mæli og konur eru góðir starfskraftar. Þó karlar segist styðja konur er það ekki rétt nema í orði, ekki á borði. Karlar velja karla þegar ráða á í störf. Þyki körlum að sér vegið ættu þeir að leiða hugann að mæðrum sínum, systrum, eiginkonum og dætrum. Það er ljóst að 93 árum eftir að konur fengu kosningarétt er mikið starf óunnið. Þrátt fyrir falleg orð og loforð sem ekki eru efnd virðist sem lagasetning ein geti jafnað rétt kynjanna. Þetta var gert í Noregi en þar verða 40% stjórnarmanna að vera konur, því ekki hér?
Til hamingju með daginn konur.
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir frábæran pistil og til hamingju með Kvenréttindadag Íslands!
Edda Agnarsdóttir, 19.6.2008 kl. 15:08
Takk fyrir pistilinn hann er mjög góður og til hamingju með daginn.
Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 19.6.2008 kl. 16:24
Hulda Alma ég er nú að troðast hér inn í fyrsta sinn, en til hamingju með daginn og takk fyrir góðan pistil.
Nei mér dettur ekki í hug að björninn sé unninn,
dreymdi ekki bóndann á Hrauni þrjá birni? það er að mínu mati,
rétt aðeins að byrja baráttan því við sváfum allt of lengi á verðinum, og stóðum engan vegin saman eins og þarf.
Nú er mál og ungu konurnar okkar eru sterkar.
Kveðja frá Húsavík.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.6.2008 kl. 18:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.