20.6.2008 | 12:24
Til hvers, af hverju, hvað lengi?
Ég kveiki stundum á sjónvarpsstöðinni Sky News á morgnana. Fátt hefur verið meira um rætt á þeirri stöð undanfarið en stríðið í Afganistan og þátttaka Breta í því. Í morgun var sjónvarpað beint frá Sunderland, frá útför 19 ára gamals hermanns sem féll í Afganistan. Í gær var fjallað um fyrstu konuna sem fellur í stríðinu þar, 22 ára gamla breska konu. Rætt við foreldra hennar og vini. Hvort tveggja var reglulega átakanlegt.
Í morgun var og sjónvarpað beint frá átakasvæði í Afganistan og rætt við einhvern háttsettan sem segir að hermennirnir spyrji: af hverju, hvers vegna og hvað lengi. Þátturinn sem þetta kemur fram í heiti Queen and country.
Eftir að hafa fylgst með öðruvísi fréttum en við fáum hér heima af ástandinu þarna þá er mér spurn eins og bresku hermönnunum. Til hvers, af hverju, hvað lengi? Hagsmuni hverra eru Bretar að gæta í Afganistan, er réttlætanlegar þær fórnir sem þeir hafa þurft að færa þar en þær hafa verið óvenju margar að undanförnu.
Mér er minnistæður sleikjurnar í Blair við Buch og nú hefur Brown tekið við. Báðir þessir stjórnmálaforingjar hafa verið og eru leiðtogar Verkamannaflokksins. Halda þeir virkilega að þetta sé það sem breskur almenningur vill?
Þetta vekur mig til umhugsunar um íbúalýðræði en það er einmitt könnun sem er að fara af stað hér á landi. Mér finnst íslenskir stjórnmálamenn hvar í flokki sem þeir standa farnir að líkjast æ meira forpokuðum erlendum stjórnmálamönnum sem sjá ekkert annað en boruna á sjálfum sér.
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hahaha niður lagið á skrifunum sko! Annars er þetta háalvarlegt mál!
Edda Agnarsdóttir, 20.6.2008 kl. 19:46
Hárrétt Elma. Ekki myndum við vilja sjá syni og dætur Íslands í svona tilgangslausum hildarleik. Þetta sem þú segir í lokin um íslenska stjórnmálamenn er rétt. Hefurðu ekki tekið eftir framkomu Geirs Haarde við fréttamenn að undanförnu. Ekkert nema hroki og fyrirlitning. Það liggur við að hann vilji fá skriflegar spurningar löngu áður en talað er við hann. - Davíð hvað???
Haraldur Bjarnason, 21.6.2008 kl. 18:58
Jú Halli ég hef tekið eftir þessu og því miður kemst hann upp með þetta.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 21.6.2008 kl. 22:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.