Ólíkt hafast þeir að!

Íslenskir auðmenn keppast um að eiga sem dýrasta og flottasta bíla og það venjulega fleiri en einn. Þýskir eðalvagnar eru þar mest áberandi. Ég myndi líka eiga flottan bíl ef ég ætti nóg af peningum og þó. Í 24 stundum í dag er sagt frá nokkrum nægjusömum auðmönnum. Sennilega eru þeir allir miklu ríkari en Björgólfur Thor og Jón Ásgeir eða Ólafur Ólafsson en þeir berast ekki á eins og þeir íslensku.

Svíinn Kamprad stofnandi IKEA er ríkasti maður Evrópu, hann ekur á 15 ára gömlum Volvo ferðast með strætó, situr í almenningsrými í flugvélum og snæðir á ódýrum veitingastöðum.

Bandaríkjamaðurinn Warren Buffet býr í 50 ára gömlu húsi sem hann keypti á sínum tíma fyrir jafnvirði tæpra þriggja milljóna króna. Breski farsímakóngurinn John Caudwell er

sagður hjóla reglulega til vinnu og skera hár sitt sjálfur. Það er nú kannski fullmikið! Fötin sín kaupir hann hjá Marks & Spencer. Indverski auðjöfurinn Azim Premji ekur Toyotu Corolla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband