1.7.2008 | 11:37
Mikill vill meira
Það er ekkert nýtt að læknar vilji hærri laun. Má vitna um laun þeirra til orða framkvæmdastjóra Læknafélagsins sem segir; "Þetta tilboð ríkisins upp á 20.300 kr. felur í raun í sér mestu raunlaunalækkun hjá einum hópi hjá hinu opinbera sem er í boði, segir Gunnar. Það stafi af því að sökum hárra launa lækna hafi tilboðið hlutfallslega mjög lítið að segja."
Allir vita að samningar hjúkrunafræðinga og ljósmæðra eru í lausu lofti, þær eru svo sannarlega ekki oflaunaðar og eiga margar hverjar að baki jafn langt nám og læknar.
Tilboðið óásættanlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hjúkrunarfræðingar hafa ekki að baki jafn langt nám og læknar. Bæði er grunnnámið tveimur árum styttra en sérfræðilæknar hafa þar að auki að baki amk 6 ára sérnám og oft lengra. Þ.e. sérfræðingur á að baki amk 12 ára námsferil. Sjaldfundin sú háskólastétt sem hefur jafn langa menntun að baki.
Helga (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 12:17
Læknar á Íslandi eru ekki oflaunaðir. Hins vegar eru laun hjúkrunarfræðinga og að ekki sé nú talað um laun ljósmæðra til háborinnar skammar. En það bætir ekki stöðu hjf+ljm að berjast á móti læknum. Þjóðin yrði illa sett ef læknar færu að forðast landið að loknu sérfræðinámi en svo gæti hugsanlega farið ef áfram verður haldið með sama hætti.
sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 12:18
Þessi vettvangur er opinn fyrir allar skoðanir. Það eru til hjúkrunarfræðingar með jafn langt nám og læknar en þá er ég ekki að tala um sérfræðinga. Enda er verið aðtala um lækna almennt. Laun ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga er bara brandari.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 1.7.2008 kl. 13:01
Allir læknar þurfa að gangast undir 6 ára nám, um það er ekkert val. Eitt ár í læknisfræði er mun erfiðara en eitt ár í hjúkrunarfræði, skiptir þar engu hvaða ár er um er talað.
Setningin "Mikill vill meira" er gróf móðgun við læknastéttina.
Hjörtur Haraldsson (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 12:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.