´A leið til Íslands?

Mér þótti nú nóg um þegar 400 þúsund býflugur urðu strandaglópar á Seyðisfirði. En þessi ósköp eru vonandi ekki á leið til landsins.
mbl.is Milljónir býflugna sluppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Steinsson

Býflugur eru bestu skinn og engin ástæða til að vera með áhyggjur af þeim. Ég bý í Austurríki og í garðinum við hliðina á mér er gamall maður með býflugnarækt (ég veit ekki hve margar en væntanlega einhver þúsund) og það er nákvæmlega ekkert ónæði af þessum röndóttu nágrönnum. Ólíkt vespum hafa býflugur nákvæmlega engan áhuga á mannfólki og matnum okkar, það eina sem þær gera er að fljúga á milli blóma og safna hunangi. Í leiðinni frjóvga þær gróðurinn og gera þar með mikið gagn.

Það er sjaldgæft að býflugur stingi fólk og þá aðeins að þær telji að á sig sé ráðist, það getur náttúrulega skeð ef við leggjum t.d. höndina óvart ofan á býflugu en fyrir flesta er það ekki hættulegt, aðeins frekar óþægilegt. Býflugan deyr venjulega eftir stunguna vegna þess að broddurinn brotnar oftast af og þar af leiðandi hafa þær yfirleitt engan áhuga á að stinga okkur yfirhöfuð.

Gamli maðurinn nágranni minn notar venjulega engan hlífðarbúning þegar hann er að stússast í búunum sínum t.d. að safna hunangi, hann stendur bara þarna inni í miðjum hópnum og þær virðast láta sér það vel líka, suða bara í kringum hann og láta hann í friði.

Einar Steinsson, 1.7.2008 kl. 13:23

2 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Krúttlegt komment sem þú færð á býflugurnar Hulda mín. Ég er ekki hrædd við býflugur, en það eru margir sem eru yngri og ég held einmitt að þeð sé vegna ruglings við geitunga.

Edda Agnarsdóttir, 1.7.2008 kl. 13:43

3 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Þetta var fróðlegt Einar og takk fyrir. Ég held að þessi fæð sem fólk hefur á býflugum, í minni bernsku voru þær kallaðar hunangsflugur, sé vegna hræðslu við stungur en það er rétt sem þú segir þær ráðast ekki á fólk "nema þær séu áreittar". Ég held að þessi andúða sem fólk hefur á býflugum hafi komið fyrir landnám geitunga á Íslandi.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 1.7.2008 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband