Þróttur - SÍF

Um þessar mundir eru 40 ár liðin frá fyrstu heimsókn Sandavogs íþróttafélags til Neskaupstaðar. Myndirnar frá heimsókninni eru ennþá í kassa niður í geymslu frá flutningnum í haust. Þetta var annaríkt sumar hjá mér. Undirbúningur fyrir Landsmót UMFÍ að Eiðum stóð sem hæst og þangað ók ég daglega til að vinna að því. Oft komu stelpurnar mínar úr handboltaliðinu með mér og þá var glatt á hjalla í Landrovernum hans pabba. Sungið hástöfum, svo mikið að einu sinni lá nærri að ég gleymdi að taka eina beygjuna Eskifjarðarmegin. Mig minnir að þá höfum við verið að syngja Áfram veginn.

SÍF kom með flugvél frá Flugsýn austur og sama flugfélag flutti liðin aftur til Færeyja. Keppt var í handbolta og fótbolta, auðvitað á malarvellinum, því ekkert íþróttahús var komið. Mikið jafnræði var með liðunum en mig minnir að við stelpurnar í handboltanum höfum haft betur. Verð að kíkja í bláu bókina til að skoða það. Þetta var kærkomin heimsókn ekki síst með tilliti til þess að Landsmótið var framundan og við höfðum ekki leikið síðan um haustið þegar við slógum HSÞ út úr keppninni!

Já, á 40 árum hefur mikið vatn til sjávar runnið. En ennþá eru samskiptin við SÍF traust og ennþá ríkir vinskapur sem er mér afskaplega dýrmætur. Við hittumst alltaf annað hvert ár og næsta sumar kemur SÍF hingað í heimsókn. Ég hef tekið þátt í öllum ferðunum að tveimur undanskildum og tekið þátt í móttöku þessara auðfúsu gesta alla tíð.

Þessi heimsókn leiddi til þess að Neskaupstaður og Sandavogur tóku upp vinabæjasamstarf sem ég vil meina að sé gert alltof lítið úr. Við eigum að horfa á ungmennaskipti varðandi skóla og sumarvinnu. Heimsóknir á menningarsviðinu, en það hefur nú reyndar verið gert, en af öllu þessu á að gera meira. Já sumarið sextíu og átta var eftirminnilegt sumar. Skrifa um Landsmótið um næstu helgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 160611

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband