6.7.2008 | 19:44
Hver á svo svarta gullið?
Iðnaðarráðherra var kotroskinn í sjónvarpinu í kvöld þegar hann lýsti því yfir að Íslenska vatnið yrði í framtíðinni svarta gull norðursins. Á fjölmörgum stöðum er nú verið að kanna möguleika til vatnsútflutnings, menn misjafnlega vel á veg komnir og nokkrir hafa þegar hafið útflutning.Í þessari umræðu er aldrei minnst á hver eigi svarta gull norðursins? Er það ríkið, landeigandinn eða sá sem lætur vatnið á flöskurnar? Fyrir okkur sem eigum ekki kost á að hafa hag af þessu svarta gulli er fróðlegt að fá svör við þessu. Héraðsdómur Austurlands hefur hafnaðnýlega kröfu eigendum tveggja jarða á Jökuldal að eignarréttur yfir vatnsréttindunum væri þeirra. Kröfunum var hafnað með tilvísun í afsalsbréf frá árinu 1918 en þar segir að undanskilið við sölu jarðarinnar, sem fram að því var kirkjujörð, væru fossar svo og námur sem eru í jörðu eða síðar kunna að finnast þar svo og allt vatnsafl og notkunaraðstaða þess í landi jarðarinnar. Landeigendum hafði aldrei verið kunnugt um ákvæðið og kom það ekki fram annars staðar, en þinglýsingarbók tilgreindi sóknaraðilana eigendur jarðanna án nokkurra ákvæða.Kannski eru þessi vatnsréttindi, sem Össur segir að eigi eftir að gefa okkur milljarða, þegar komin í eigi þeirra auðmanna sem hafa verið að kaupa jarðir í stórum stíl á undanförnum árum.
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Í það minnsta er líklegt að fleiri séu farnir að átta sig á þessu núna en áður en Jón Ólafsson hófst handa.
Næsta heimsstyrjöld verður háð um aðgang að hreinu vatni! Ályktun sem mér finnst alltaf því áhugaverðari sem ég rifja hana oftar upp.
Árni Gunnarsson, 6.7.2008 kl. 20:39
Þakka þér fyrir þetta Árni, auðvitað eru auðmennirnir búnir að sjá þetta fyrir löngu, ekki hafa þeir verið að kaupa allar þessar jarðir fyrir kúabú!
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 6.7.2008 kl. 20:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.