7.7.2008 | 09:46
Leyfum þeim ekki að tjalda
Enn einu sinni megum við búast við einhverjum lýð til að mótmæla þessu og hinu sem við gerum hér á eigin landi. Mótmæla því sem því sem þessum lýð kemur ekkert við. Síðasta villta landsvæðið í Evrópu, það er naumast. Ég tel að þarna séu á ferðinni lýður sem aldrei hefur migið í saltan sjó eða difið hendinni í kalt vatn, kann ekki landafræði og því síður að það virði rétt eða skoðanir annarra.
Saving Iceland með aðgerðabúðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Saving Iceland liðar munu tjalda, hvort sem þeir fá leyfi til þess eður ei.
Þarna er á ferðinni fólk sem flest er mun betur að sér í landafræði en meðal Íslendingur. Flestir þeirra sem mæta í tjaldbúðirnar vinna töluvert minna en meðaljóninn íslenskur. Langflestir aðgerðasinnar sjá sér þó farborða sjálfir, enda telja þeir fjallajeppa og lúxusfrí ekki til nauðsynja.
Þeir sem ekki virða rétt og skoðanir annarra eru aðallega stórfyrirtæki á borð við álrisana og Landsvirkjun, sem þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar landeigenda í nágrenni Þjórsár um algert áhugaleysi á því að láta þann skemmdarvarg hórmanga sig, heldur áfram að ýta, ógna og múta, ásamt því að tala um málið í fjölmiðlum eins og það sé ekkert vafamál hvort verði samið heldur bara hvenær.
Ég fanga því að einhversstaðar í heiminum skuli vera til fólk sem ber meiri virðingu fyrir fósturjörð okkar en þeir íslensku neyslufíklar sem viðhalda ógeðslegustu birtingarmyndum kapítalismans, með endlausum undirlægjuhætti við álfyrirtæki, sem fyrir utan það að vera umhverfisníðingar eru sek um margháttuð mannréttindabrot um víða veröld.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 10:28
Ég tel mig undantekningalaust virða skoðanir annarra en ég er þeim ekki alltaf sammála. Setningin þín í upphafi skrifa þinna segir allt sem segja þarf um þennan lýð. Takk fyrir innlitið.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 7.7.2008 kl. 10:44
Ja hérna, það naumast að Eva er bitur!
Tek undir með þér Hulda, fyrsta setning Evu segir allt sem segja þarf. ÞEssi samtök hafa ekki hikað við að brjóta lögin og hegða sér eins og skríll. Það er erfitt að virða slík samtök og hvað þá fólk eins og Evu sem mælir þessu bót. Er þér sama Eva að fólk brjóti lög ef því þykir málstaðurinn réttur???
Álrisarnir og Landsvirkjun virða skoðanir annara og hafa hér farið eftir lögum og reglum. Ísland er víðáttumikið og stórt land með umhverfisvænustu orku sem fyrir finnst og auðvitað eigum við að virkja auðlindir. Álið hefur skilað miklum arð og mun gera um ókomna framtíð. Eva hefur kannski ofaní sig með fjallagras sölu?
Ekki á ég fjallajeppa en nýt þess að fara í frí með minni fjölskyldu, kannski lúxus eð einhverra mati en bara sjálfsagt að mínu mati. Auðvitað keppast menn að því að hafa það sem best og vilja búa við alsnægtir.
íslenskir neyslufíklar ?? Býrðu í tjaldi? Lifir þú á grasi?
Jahérna hér... hún er stóryrt og pirruð hún Eva...
Sendi samt mínar bestu neyslukveðjur
Örvar Þór Kristjánsson, 7.7.2008 kl. 11:18
Það er bara svona, einhver Hulda er að kalla mig og fleiri "lýð". Man ekki eftir að hafa hitt þig eða talað við þig. Já ég hef komið í mótmælabúðirnar sem Saving Iceland hefur haldið, rætt þar við fólk og veit því frá fyrstu hendi hvernig það hugsar og framkvæmir. Varðandi það að tjalda, þá er það nú svo að landslög tryggja mönnum ansi góðan rétt til að tjalda nánast hvar sem er nema rétt í námunda við húsakynni á einkalóðum. En að því sem skiptir máli...
Enn og aftur kemur í ljós hvað Íslendingar geta verið takmarkaðir í hugsun og fordómafullir. Stundum á maður bara ekki til orð yfir dónaskapnum. Talandi um að einhver hafi ekki migið í saltan sjó eða difið hendi í kalt vatn... Ég stórefast um að þú Hulda hafir talað persónulega við einhvern af þeim sem er viðriðinn Saving Iceland (innlendan né erlendann), hvað þá lagt þig eftir að kynna þér frá fyrstu hendi hvað um er að ræða. Samt slengir þú fram fullyrðingum eins og þær séru staðreyndir. Það er nú líka einu sinni svo að téðar mótmælabúðir hafa verið haldnar í nágrenni þeirra framkvæmda sem verið er að mótmæla, það eitt þýðir að þetta fólk hefur líklega séð meira af landinu en margur íslenskur meðaljón sem frekar fer til Mallorca en að njóta íslenskrar náttúru.
Ráðlegg þér að hætta að skíta yfir málstað og hugsjónir fjölda ungs fólks í dag og kynna þér betur hvað er raunverulega að gerast hér á landi. Persónulega er ég mjög ósáttur við að landinu sé nauðgað og náttúran svívirt til þess að kreista út meira rafmagn sem svo er nánast gefið til útlendinga sem flytja gróðann af sinni starfssemi að mestu leyti úr landi. Ég met náttúruna meira en aukinn hagvöxt (sem er nægur fyrir) og aukinn kaupmátt sem virðist eingöngu vera notaður í meiri óþarfa neyslu og vitleysu.
Kæra "vinstri kona", nú eru breyttir tímar. Þröngsýnin er að víkja... vonandi.
Björgvin Hilmarsson (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 11:20
Samkvæmt mínum kokkabókum þýðir "lýður" einfaldlega fólk eða alþýða. Ég veit líka að þetta orð hefur verið noyað í annari og neikvæðari merkingu Björgvin, en það á ekki við í þessu tilfelli. Hefði ég ætlað að hrauna yfir þig og aðra af lýðnum sem hefur verið og ætlar að mótmæla þá er það misskinlingur, ég hefði þá kallað ykkur "skítapakk" Sem betur fer eru breyttir tímar og ég er langt frá því að vera þröngsýn, ég man heldur ekki eftir að hafa hitt þig eða talað við þig en bið þig vel að lifa.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 7.7.2008 kl. 11:33
Örvar Þór spyr sérstaklega um afstöðu mína til laga. Lög eru einkum sett í tvennskonar tilgangi; til að vernda fólk og til að tryggja vald. Dæmi um lög sem eru sett í þeim tilgangi að vernda fólk eru umferðarlögin og tel ég sjálfsagt og gott að allir leggi sig fram um að virða þau.
Lög sem eru sett í þeim tilgangi að tryggja vald, t.d. vald stórfyrirtækja til að sölsa undir sig viðkvæma náttúru landins, eru hins vegar lög sem mér finnst rétt og gott að berjast gegn með öllum ráðum öðrum en ofbeldi.
Þú getur kallað það biturð að sýna andspyrnu gegn því að láta valta yfir fólk og náttúru í skjóli auðs og valda. Sé það birturð þá myndi ég skammast mín fyrir að vera ekki bitur.
Og nei, álrisarnir og Landsvirkjun virða ekki skoðanir annarra. Þessi fyrirtæki hafa hinsvegar á að skipa mjög virkri áróðursmaskínu og vel launuðum atvinnuumhverfisníðingum. Það reynir því lítið á aðrar skoðanir.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 11:43
Örvar varst þú kannski einn af þeim sem studdu vörubílstjóramótmælin? Voru þau borgaraleg óhlýðni en að tjalda í leyfisleysi er gróft lögbrot?
"býrðu í tjaldi?, lifir þú á grasi?" Til hamingju með heimskulegasta komment dagsins.
Karma (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 13:21
Notum aðferðir sveitafélaganna og setjum 100 ára aldurstakmark á öll tjaldstæðin í kringum umtalað svæði.
Þór (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 13:32
Karma
Studdi þau ekki, en sýndi þeirra baráttu skilning enda að mestu leyti sammála því sem þeir voru að berjast fyrir. Get samt ekki stutt mótmæli sem brjóta í bága við lög og reglur samfélagsins svo nei ég studdi þau ekki. Þeirra mótmæli fóru svo langt út í öfgar og voru málstað þeirra ekki til bóta.
Styð heldur ekki mótmæli Saving Iceland. Né styð þeirra málstað, síður en svo. Þessi samtök hafa ítrekað brotið lög og reglur í mótmælum sínum. Því get ég ekki verið samþykkur og kæri mig ekki um slíkt. Fagna þar af leiðandi ekki komu þessara samtaka, en vonandi halda þau sig innan ramma laganna í þetta sinn.
Varðandi komment dagsins þá tel ég þessi spurning eiga rétt á sér þar sem Eva mótmælir neyslunni en er líklega á kafi í henni eins og við hin.
Örvar Þór Kristjánsson, 7.7.2008 kl. 13:40
Einhversstaðar er það til í landslögum Elma að ekki megi banna fólki að tjalda utan girtra svæða og var það sett í lög svo ekki væri unnt að hindra ferðamenn í að leita sér næturstaðar. Mér finnst þú ganga nokkuð langt í fordómum gagnvart þessu fólki og eflaust ertu í fyrirsögn að vísa til aldurstakarkanna á tjaldsvæði á bæjarhátíðum. Það er annars eðlis, þar eru tjaldsvæði sem eru í eigu og ábyrgð sveitarfélaga sem geta sett hver þau takmörk á aðgang sem þau kjósa. Oft á tíðum get ég verið sammála því að mótmælendur fari út fyrir skynsamleg mörk eins og að segja að síðasta ósnortna svæðið í Evrópu sé í hættu Satt að segja finnst mér þú vera komin á þetta gráa svæði með þessum pistli. - Hvort þau hafa migið í saltan sjó eða difið hendi í kalt vatn veit ég ekki en því fólki fer fækkandi á Íslandi. Það hefur samt sem áður rétt á að viðra sínar skoðanir. Hvernig það er gert er svo annað mál. - Ég hef átt viðtöl við þeta fólk og held að fyrir um 20 árum síðan hefðir þú verið sammála því í einu og ölllu. - Kveðja austur.
Haraldur Bjarnason, 7.7.2008 kl. 22:40
Ne4i Halli minn, ég hefði ekki verið sammála þessu fólki fyrir 20 árum. Í raun og veru er það eina sem ég er að skammast út í að þetta fólk, þessi lýður (mér finnst það svo flott orð) fer ekki að neinum lögum og það eru alltaf einhverjir sem mæla þessari lögleysu bót. Kveðja á Skagann.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 7.7.2008 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.