Hvenær hætti Neskaupstaður að vera Neskaupstaður?

 Það fer alveg óskaplega í taugarnar á mér sú árátta, sem ég kýs að kalla svo, hjá stjórnendum sveitarfélagsins að kalla Neskaupstað alltaf Norðfjörð. Jú Neskaupstaður stendur við Norðfjörð, það er alveg rétt, en ég spyr hvaða rétt hafa stjórnendur sveitarfélagsins til að leggja nafnið Neskaupstaður niður? Hafa íbúar Neskaupstaðar verið spurðir álits? Ekki mér vitandi. Þeir hafa svo sem ekki verið spurðir álits á mörgum öðrum gerðum sveitarfélagsins.Eskfirðingar voru ekki spurðir álits þegar bæjarskrifstofunum var lokað það. Ég er efins um að kosnir fulltrúar sveitarfélagsins, svo ég tali ekki um aðra stjórnendur, viti hvað orðið “íbúalýðræði” þýðir. Allavega finnst mér það ekki vera í heiðri haft í Fjarðabyggð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband