13.7.2008 | 07:52
Golf – golf – golf
Þessi helgi snýst um golf. Var á Seyðisfirði í gær og spilaði þar alveg eins og nýgræðingur. Er að fara á Ekkjufellsvöll núna í seinni helming Meistaramóts Austurlands. Völlurinn á Seyðis er erfiður. Hann er í halla og öll grínin halla undan fjallinu. Þá er hann þungur að ganga, mikill mosi í honum. En hann var betri í gær en á þriðjudaginn þegar við Steinunn fórum á hann, þurrari og betur hirtur.
Ekkjufellvöllurinn er erfiður. Ég man þegar ég var að fara þangað fyrst þá fannst mér hann ekki vera neitt annað en skurðir og lækir, hólar og hæðir sem erfitt var að komast yfir og að það þurfti að slá næstum yfir heilt fjall til að komast á sjöundu brautina! En hann er í fallegu umhverfi og er vinsæll meðal ferðamanna.
Það er eitt sem mér finnst stórskrítið í þessum klúbbum hérna á Mið-Austurlandi, það sjást varla konur að spila golf! Í Golfklúbbi Norðfjarðar eru 25 30 konur og þó þær séu ekki virkir keppendur þá taka þær virkan þátt í starfi klúbbsins. Er farin í Efra!
Um bloggið
Vangaveltur
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.