Næturgestir

Þau sváfu hjá mér í nótt langömmubörnin mín, Amelía Ýr, Sonja Björg og Guðmundur Steinn. Ég svaf ekki mikið, ekki vegna þess að þau væru óþæg, heldur var ég hrædd um að sofna of fast. Guðmundur Steinn kom sofandi og vankaði tvisvar eða þrisvar fram til tíu, eftir það svaf hann til hálf átta í morgun. Það var erfiðara að koma skottunum í svefn. Sonja Björg er svoddan mömmustelpa að hún var lengi að komast í svefn. Það var ekki fyrr en ég sagði henni að kallinn á loftinu heyrði í henni, að hún lá kyrr og sofnaði um leið. Amelía Ýr, þurfti að ræða málið og sofnaði ekki fyrr en undir ellefu.

Það var myljandi fyllirí og hávaði úr íbúð hérna á neðri hæðinni og endaði það með því að ég fór niður um tvöleitið og bað fólkið að hafa lægra. Ég er ekki kveistin en þetta keyrði úr hófi fram.

Ég var komin á fætur þegar Guðmundur Steinn vaknaði hálf átta, Sonja Björg vaknaði svo hálf níu og Amelía Ýr klukkan níu. Það var hafragrautur í morgunmat og gerði peyinn honum góð skil en stelpurnar ekki. Foreldrarnir komu svo um ellefu og fengu sér tertu, það var hádegismaturinn þeirra. Höfðu farið á ball og skemmt sér vel.

María Mist svaf hjá vinkonu sinni sem hún hitti í bænum í gær. Þær spila fótbolta með ÍR, eru í sama bekk og eiga sama afmælisdag. Þær voru báðar jafn fengnar að fá félagsskap af jafnöldru.

20080626211232_10


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ja hérna gamla, thú leynir á thér, mér finnst thetta vara vera thó nokkud afrek. Thad er bara svo gaman ad vera med theim ad erfidid gleymist, mikid er ég farin ad hlakka til ad sjá thaug. Kaer kvedja Petra

Petra (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 18:47

2 identicon

það voru greinilega fleirri ömmur sem sváfu ekki allt of vel sl. nótt - Jóhann Nökkvi gisti hjá ömmu og afa en það var sama sagan þar á bæ, amman var með varan á sér  Ekkert smá sæt myndin af þeim þreimur, þau eru orðin eitthvað svo stór...

Heyri í þér á morgun

kv. Camilla

Camilla (IP-tala skráð) 3.8.2008 kl. 22:20

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Hrikalega eru þetta falleg börn!

Fallegustu börn sem ég hef séð í bloggheimum og auðvitað eru þau það líka í raunheimum. Hvað heldurðu?

Til hamingju með þessa ljúflinga.

Hvað ertu annars gömul?

Edda Agnarsdóttir, 6.8.2008 kl. 00:37

4 identicon

Ég hélt að þú vissir að maður spyr ekki konu um aldur. Ég get bara sagt að árin séu fleiri en útlitið, svo ég tali ekki um annað!!! Já börnin eru falleg og yndisleg, en eru þau það ekki öll? H. Elma

Hulda Elma Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 6.8.2008 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Vangaveltur

Höfundur

Hulda Elma Guðmundsdóttir
Hulda Elma Guðmundsdóttir
Róttæk vinstri kona. Er fædd og uppalin í Neskaupstað - ekta Nobbari og haldin átthagafjötrum. Er íþrótta- og félagsmálafrík og elska ferðalög.

Tónlistarspilari

Elvis Presley - Blue Christmas

Nýjustu myndir

  • goðanes
  • img471-copy

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 160611

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband